Gestaboð Babette e. Karen Blixen

babettePrófastsdætur tvær í litlu þorpi í Noregi ákveða að halda minningarhátíð um föður sinn. Til veislunnar koma dyggir fylgismenn prófastsins, þjakaðir af trúarótta. Babette, frönsk eldabuska þeirra systra, annast veisluna og tekst fyrir mátt eldamennsku sinnar að kalla fram mili og gleði í þrúguðum sálum veislugesta.

Gestaboð Babette er einnig ein af þekktustu bókum Karen. Sumir vilja meina að þessi bók sé hennar mesta meistaraverk. Bókin er ekki löng en skilur mikið eftir sig.

Gestaboðið mikla

Gestaboð Babette er um veislu, ótrúlegt máltíðarkraftaverk. Karen Blixen, höfundurinn, dregur upp mynd af söfnuði í fjarðahluta Noregs. Gamli presturinn var fallinn frá og söfnuðurinn var deyja innan frá. Fólkið, sem áður glóði í andanum, var farið að taka út elli og ergi hvert á öðru. Prestsdæturnar reyndu eins og þær gátu að halda glóð í hugsjónum hins látna föður þeirra og halda samskiptum fólks þokkalegum. Þær færðu ýmsar fórnir fyrir málstaðinn og neituðu m.a.s. biðlunum, sem vildu eiga þær!

Svo tóku þær að sér flóttakonu sunnan úr álfu. Sú hét Babette og vildi gjarnan sjá um eldhúsverkin. Eftir fjölda ára og frábæra matreiðslu vann sú franska stóra vinninginn í lottóinu. Þegar systurnar héldu, að hún myndi nú fara frá þeim varð kraftaverk. Alla peningana notaði Babette til að kaupa besta hráefnið úr matarkistu Frakklands. Svo var hún lengi að undirbúa veislu og öllum vinunum úr söfnuðinum var boðið. Þau voru þó áhyggjufull, enda höfðu þau tamið sér aðhald í mat og drykk og höfðu raunar mestu óbeit á heimsins lystisemdum. Lifandi skjaldbaka, allt vínið og ókunnuglegt hráefnið skelfdi hin lítt veraldarvönu. 

Bíómynd / Franskt eldhús í dönskum smábæ
Danska kvikmyndin Gestaboð Babette eða Babettes gæstebud sló í gegn um víða veröld þegar hún var frumsýnd árið 1987. Myndin er gerð eftir sögu Karenar Blixen og sögusviðið er smábær í Danmörku. Þar segir frá tveimur eldri systrum, prestsdætrum, sem lifa afar fábreyttu lífi. Til þeirra kemur hin franska Babette sem býðst til þess að sjá um heimilishaldið fyrir þær. Hún sest að hjá þeim og aðlagast býsna vel dönsku smábæjarlífi. Þegar Babette vinnur svo væna fjárfúlgu í frönsku happdrætti ákveður hún að nota peningana til þess að halda þorpsbúum stórfenglega veislu en þá kemur í ljós að hún er franskur meistarakokkur. Fyrst í stað eiga þorpsbúar erfitt með að njóta matarins, en það breytist þegar líður á máltíðina og að lokum finnst þeim þeir hafa upplifað eitthvað undursamlegt.
Kvikmyndin Babettes gæstebud var frumsýnd 1987. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Hefur einnig hlotið fleiri tilnefningar og verðlaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband