Dagbók góðrar grannkonu e. nóbelsskáldið Doris Lessing

9979656549.jpgNæsta bók er Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing. Bókin kom fyrst út 1988 og var gefin aftur út nýlega eftir að höfundur fékk nóbelsverðlaunin.

Dagbók góðrar grannkonu hefur þá kosti að vera samin af nokkurri leikni og hafa mannlegan boðskap að flytja. Í skáldsögunni segir frá konu sem er orðin leið á framapoti og sjálfsdekri, spilltu lífi fíns fólks. Hún hittir gamla konu og fer að venja komur sínar til hennar, veita henni liðsinni í bágindum ellinnar. Gamla konan sýnir henni inn í heim sem hún þekkir ekki og hin unga kona breytir um stefnu, þroskast af þessum kynnum, verður önnur manneskja.

Er þetta ekki viðeigandi boðskapur á þessum tíma?

Á níunda áratugnum gerði Doris Lessing útgefanda sínum grikk þegar hún sendi honum tvær skáldsögur undir fölsku nafni: Jane Somers (Dagbók góðrar grannkonu , 1983 og If the old could ... 1984). Útgefandinn hafnaði bókunum ítrekað og þegar þær loksins komu út – undir nafni Jane Somers – féllu gagnrýnendur einnig á bragðinu og sýndu bókunum lítinn áhuga. Þegar upplýst var hver höfundurinn var voru bækurnar gefnar út í mun stærra upplagi, rokseldust og fengu fína dóma! Doris Lessing sagðist vilja með þessu sýna hversu erfitt það væri fyrir nýja höfunda að hasla sér völl innan bókmenntaheimsins.

Ítarefni: http://skruddur.blog.is/blog/itarefni/entry/997298 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband