Færsluflokkur: Bækur
15.1.2024 | 17:05
Jerúsalem e. Gonçalo M. Tavares
Kona, morðingi, læknir, strákur, vændiskona, geðsjúklingur. Og nóttin.
Mylia er dauðvona og leitar logandi ljósi að kraftaverki en kemur að lokuðum dyrum hjá kirkjunni. Ernst telur í sig kjark til að stökkva út um gluggann. Theodor yfirgefur heimili sitt um miðja nótt til að fara á fund vændiskonu. Kaas, barnungur sonur hans, fer út að leita að honum. Hinnerk, sem börnin í hverfinu hæðast miskunnarlaust að vegna óvenjulegs útlits, gengur um götur með hlaðna skammbyssu. Nóttin er staðurinn og stundin þar sem allt og allir renna saman.
Jerúsalem er margverðlaunuð skáldsaga eftir Gonçalo M. Tavares (f. 1970), einn helsta núlifandi rithöfund portúgalska málheimsins. Í þessari gáskafullu og frumlegu frásögn er tekist á við einhver stærstu mál mannlegs samfélags af léttleika í bland við alvöru enda er hryllingurinn hluti af mennskunni.
"Tavares has created something compelling, darkly beautiful and driven, and totally original. Jerusalem is not an easy book to read -- at least insofar as it is more disturbing than reassuring, its characters are damaged and their stories distressing, the whole stripped back and entirely unsentimental."
:: RÚV - Víðsjá
30.10.2023 | 17:35
Kalmann e. Joachim B. Schmidt
Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauserskammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu og verkar næstbesta hákarl á landinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn, sér lífið í kringum sig öðrum augum en annað fólk og er í nánu sambandi við náttúru og umhverfi. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins, sem hefur líf þess í hendi sér og virðist flæktur í vafasamt athæfi, Kalmann finnur stærðar blóðpoll við Heimskautsgerðið og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum sem spyrja óþægilegra spurninga.
Aðalpersónan heitir Kalmann Óðinsson. Hann er pínu sérstakur. Hann er með væga þroskahömlun og finnst hann vera sheriff á Raufarhöfn, hann er með kúrekahatt og sheriff-stjörnu og antíkskammbyssu. Hann vaktar svæðið. Hann er reyndar líka refaskytta og hákarlaveiðimaður.
Joachim B. Schmidt fæddist í Sviss 1981 en hefur búið á Íslandi frá 2007 og starfar sem leiðsögumaður og blaðamaður. Hann hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur. Kalmann hlaut frábæra dóma þegar sagan kom út í Sviss 2020 og komst á metsölulista Der Spiegel.
...
A touching and very funny Nordic crime thriller with a difference. No gratuitous violence, no revenge porn. A tightly plotted suspense story based on a mentally challenged character described with empathy, humour and psychological tact. ~Bitter Lemon Press
Svisslendingur slær í gegn með krimma um Raufarhöfn
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2023 | 13:51
Smámunir sem þessir e. Claire Keegan
Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og hina flóknu þögn allra í bænum þar sem lífið stjórnast af kirkjunni.
Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan, eina virtustu skáldkonu Íra, er óvenjulega áhrifamikil saga um von, hugrekki og samlíðan sem farið hefur sigurför um heiminn. Sagan var tilnefnd til hinna virtu Booker-verðlauna árið 2022 og hefur hvarvetna uppskorið lof og vinsældir.
"Óhreinn/hreinn þvottur?
Skáldsagan, Smámunir sem þessir, er sögð í þriðju persónu og gerist rétt fyrir jólin 1985. Efnahagsástand landsins er erfitt og í New Ross hafa verksmiðjur hætt störfum. Það er því mikið atvinnuleysi og Bill reynir hvað hann getur til að halda í sín viðskipti, þó það kosti að hann þurfi að loka augunum fyrir því sem hann sér í klaustrinu. Því það getur orðið honum dýrkeypt að styggja besta viðskiptavininn, nunnurnar, sem sagðar eru hafa mikil undirliggjandi ítök í samfélaginu enda flest öll fyrirtæki bæjarins, sem og betri fjölskyldur, sem senda þvottinn sinn í klaustrið og fá hann skínandi til baka. En fortíð Bills, sem og óljós uppruni hans sjálfs, gera það að verkum að hann á erfitt með þetta blinda auga sitt og svo á hann sjálfur fimm stúlkur, þannig að þrátt fyrir aðvaranir bæjarbúa, sem og hans nánustu, verður honum æ ljósara að við svo getur ekki búið.
Bókin er skrifuð af rithöfundinum Clarie Keegan og það er Bókaútgáfan Bjartur sem gefur út íslenska þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Hér mætti eflaust tala um nóvellu en bókin er aðeins 104 blaðsíður en segir miklu lengri sögu en fjöldi blaðsíðna segir til um. Aðalpersónan Bill og samviskan hans gæti svo vel táknað togstreitu heillar þjóðar sem mögulega gerði sér grein fyrir hvað gekk á, en valdi af ýmsum ástæðum að líta framhjá. Því nunnurnar í klaustrinu áttu mörg litlu samfélögin á Írlandi og afkoma marga því undir þeim komið." https://lestrarklefinn.is/2023/05/05/smamunir-sem-thessir-arid-er-1985/
Þessi stutta og látlausa saga hefur alla burði til að verða sígild; djúphugul, áhrifamikil og alþjóðleg. Náðu þér í tvö eintök: eitt til að eiga og hitt til að gefa. Washington Post
Sérhver setning er hugsuð og kraftmikil og rúmar heilu bindin af sögu samfélags. Sérhvert orð er rétt og á réttum stað og áhrifin eru ótrúlega sterk. Hilary Mantel, Booker-verðlaunahafi
Víðsjá RÚV https://www.ruv.is/utvarp/spila/vidsja/23618/7hqv75
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2023 | 22:31
Veraldarsaga mín ævisaga hugmynda e. Pétur Gunnarsson
Öfugt við systkini okkar í dýra-, jurta- og steinaríkinu er okkur gert að skilja heiminn, taka þátt í mótun hans og hafa áhrif á gang hans. En þetta gerist ekki í tómarúmi, þvert á móti í víxlverkun ævisögu og veraldarsögu.
Í Veraldarsögu Péturs Gunnarssonar segir frá því þegar höfundurinn hleypir heimdraganum örlagaárið mikla, 1968, og dvelur næstu árin í París og Provence við skáldskap undir yfirskini náms. Hann stofnar heimili með æskuástinni og saman fara þau á puttanum í óvígða sambúðarferð um Ítalíu og Grikkland. Leikurinn berst um víðan völl, ekki síst um lendur hugans í leit að tilgangi og tilraunum til að koma að honum orðum.
Svo eins og ævinlega gerist það sem John Lennon söng um forðum: Life is what happens while youre busy making other plans.
"Það kemur á óvart þegar titillinn er hafður í huga hversu stutt tímabil bók Péturs Gunnarssonar, Veraldarsaga mín: Ævisaga hugmynda, nær yfir. Innri tími frásagnarinnar er einungis fimm ár af lífi höfundar, frá 1968, þegar hann heldur utan til náms í Frakklandi, til 1973, þegar bæði fyrsta bók og fyrsta barn hans koma í heiminn."
"Þó svo að tilgangur dvalarinnar sé fyrst og fremst að sitja við skriftir þá gerist það ekki peningalaust svo Pétur skráir sig í heimspekinám og fær námslán frá Íslandi."
https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/veraldarsaga-min-petur-gunnarsson
https://hugras.is/2014/11/ryni-veraldarsaga-peturs-gunnarssonar/
https://www.visir.is/g/20141378592d
13.4.2023 | 22:39
Litla bókabúðin í hálöndum e. Jenny Colgan
Nina Redmond veit fátt betra en að gleyma sér í góðri skáldsögu. Hún vinnur á bókasafni í Birmingham þar sem hún nýtur þess að finna réttu bækurnar fyrir gesti safnsins.
Þegar bókasafnið er sameinað öðru safni vegna hagræðingar stendur Nina á tímamótum; vill hún taka þátt í nútímavæðingu nýja safnsins eða ætlar hún að nota tækifærið og láta langþráðan draum um að reka eigin bókabúð rætast? Þegar hún rekst á auglýsingu í blaðinu um sendiferðabíl til sölu ákveður hún að láta slag standa. Bíllinn er reyndar í skosku hálöndunum Allt á þetta eftir að hafa örlagarík áhrif á líf Ninu.
Dásamlega falleg og hugljúf saga um ástir og vináttu og það hvernig bækur geta breytt lífi fólks. (e. The little shop of happy ever)
Skoski metsöluhöfundurinn Jenny Colgan sló í gegn með Litla bakaríinu við Strandgötu sem kom út fyrr á þessu ári og heillaði íslenska lesendur upp úr skónum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2023 | 21:54
Menntuð e. Tara Westover
"Menntuð eftir Töru Westover (í þýðingu Ingunnar Snædal) er ævisaga Töru og umfjöllun um óhefðbundna leið hennar að menntun. Tara fæddist árið 1986 í Idaho, Bandaríkjunum, og ólst upp í miklu trúarofstæki meðal mormóna á heimili þar sem ofsafengnar ranghugmyndir um ríkisstofnanir og yfirvofandi heimsendi réðu ríkjum. Tara var því algjörlega ótengd nútímanum og raunveruleikanum þar til hún braust út úr erfiðum aðstæðum sínum, algjörlega upp á eigin spýtur. Það er magnað að lesa um óbilandi seiglu og ósérhlífni ungrar konu þrátt fyrir þær hindranir sem standa í vegi fyrir henni, og fylgjast með henni brjóta sér leið til menntunar."
Tara Westover ólst upp við undirbúning fyrir heimsendi, beið eftir að sólin myrkvaðist og máninn litaðist blóði. Á sumrin sauð hún niður ferskjur og á veturna safnaði hún neyðarbirgðum í þeirri von að þegar heimur manna liði undir lok myndu hún og fjölskylda hennar lifa af.
Hún átti ekki fæðingarvottorð, engin einkunnablöð því að hún hafði aldrei stigið fæti inn í skólastofu og engar sjúkraskýrslur þar sem faðir hennar vantreysti heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt öllum opinberum stofnunum var hún ekki til.
Þegar hún eltist varð faðir hennar sífellt öfgafyllri í skoðunum og bróðir hennar æ ofbeldisfyllri. Sextán ára gömul ákvað Tara að mennta sig sjálf.
https://bergthoraga.blog.is/blog/bergthoraga/entry/2241452/
https://www.youtube.com/watch?v=LRPpKUqnT8M&t=2417s
https://en.wikipedia.org/wiki/Tara_Westover
2.2.2023 | 21:38
Konan hans Sverris e. Valgerði Ólafsdóttur
Í okkar sambandi var ég bæði eign og eigandi: Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Ég eignaði mér margt af þínu. Þín líðan var mín líðan, þín skömm mín, þitt líf mitt líf.
Hildur er laus úr erfiðu hjónabandi og styrkur hennar eykst dag frá degi. Hún lítur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo rækilega að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir.
Af hverju leyfði hún eiginmanninum, sem í byrjun minnti hana á grískt goð, að: hunsa hana í viku af því hún var glöð í partýi þegar honum fannst ekki gaman, segja henni að enginn annar myndi vilja hana og segja henni að hún væri geðveik? Af hverju beið hún svona lengi með að losa sig?
Þetta er saga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt. Konan hans Sverris er fyrsta skáldsaga höfundar.
MBL.is "Uppgjör við ofbeldi er meginþema fyrstu skáldsögu Valgerðar Ólafsdóttur, sem ber titilinn Konan hans Sverris og kom út fyrir jól. Þar segir Hildur frá því hvernig það var að vera konan hans Sverris. Það var ekki gott að vera konan hans en það var hún samt í sautján ár. Hún lítur yfir farinn veg og segir frá því hvernig hún endaði í þessu langa og erfiða hjónabandi.
Hildur flakkar fram og aftur í tíma í frásögn sinni og rifjar upp samband sitt við Sverri. Hún segir frá því þegar hún kynntist honum og sá ekki sólina fyrir honum og því hvernig sambandið fór smám saman að einkennast af meiðyrðum og hótunum. Hún segir frá því hvernig það var að ala upp börn á heimili þar sem stöðug ógn lá í loftinu. Og loks rekur hún ferlið þar sem hún fann styrkinn til þess að koma sér burt og segja skilið við fyrra líf...."
https://m.youtube.com/watch?v=l6I0UCp24uc
https://lestrarklefinn.is/2021/12/06/valdefling-og-uppgjor-hildar/
14.11.2022 | 21:06
Meydómur sannsaga e. Hlín Agnarsdóttir
Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.
Hún ætlaði alltaf að skrifa þér bréf, segja að hún elskaði þig, segja að hún hataði þig segja hver hún væri, að hún væri skyggn, að hún væri önnur, að hún væri falleg og fyndi til, segja þér til syndanna, segja þú værir ljótur, að þú værir vondur, segja að hún vildi eignast pabba, að föðurgervið væri lélegt og trúðsgervið sömuleiðis, já, hún ætlaði alltaf að skrifa þér bréf eins og Kafka, spyrja hvort þú héldir virkilega að þú værir tvíburabróðir guðs.
Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur.
Hlín veitir fágæta innsýn í hugarheims barns, ekki síst stúlkubarns, sem reynir að átta sig á kvenleikanum. Frásögnin er full af harmi og gleði sem verður aldrei yfirborðsleg. Sæunn Kjartansdóttir
Saga sem rífur í hjartarætur lesandans. Rúnar Helgi Vignisson
https://www.frettabladid.is/lifid/konur-af-minni-kynslo-drusluskommuu-sjalfar-sig/
https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfgb/hlin-agnarsdottir-meydomur-ny-bok
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2022 | 20:23
Einu sinni var í austri uppvaxtarsaga e. Xialou Guo
Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.
Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.
Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.
"Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo er uppvaxtarsaga, sjálfsævisaga þar sem Xiaolu Guo segir frá uppvexti sínum í Kína á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót. Þrátt fyrir ömurleg uppvaxtarskilyrði fyrst hjá vandalausum bændum, síðan hjá ólæsum afa sínum og ömmu og að lokum hjá foreldrunum í iðnaðarborginni Wengling í byltingarríki Mao Zedong fylgir hún einörð eftir áformum sínum um að verða listamaður."
...
https://www.ruv.is/frett/einu-sinni-var-i-austri-xiaolu-guo
https://www.sigurdurarni.is/efni/xiaolu-guo/
https://bergthoraga.blog.is/blog/bergthoraga/entry/2243825/
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2022 | 17:19
Dauðinn í Feneyjum e. Thomas Mann
Dauðinn í Feneyjum er ein af þekktustu bókum þýska nóbelshöfundarins Thomasar Manns (1875-1955) og kom út í aðdraganda að fyrri heimstyrjöldinni árið 1913. Lesa mætti söguna í því ljósi en hún lýsir rosknum manni sem hleypir upp á yfirborðið tilfinningum sem hann hefur bælt í fjöldamörg ár undir knýjandi samfélagsboðum og strangri, raunsæislegri og röklegri lífssýn hins agaða og vinnusama en hlýtur fyrir vikið svipleg örlög. En þessi saga er marglaga og bægir frá sér öllum tilraunum til einfalds lesturs. Eitt er þó víst að hún skírskotar til ævi Manns, eins og margar aðrar skáldsögur hans, en kveikjan að henni var ferð skáldsins til Feneyja árið 1911 þar sem hann kynntist og felldi hug til ungs pilts, eins og Aschenbach, aðalpersóna Dauðans í Feneyjum.
Dauðinn í Feneyjum segir sögu rithöfundar, Gustav von Aschenbach, sem er kominn á sextugsaldur og þjáist af mikilli ritstíflu. Honum dettur í hug eftir nokkrar bollaleggingar að ferð til Feneyja geti komið hreyfingu á sálarlífið. Reynslan sem bíður hans þar á hins vegar eftir að hafa örlagaríkari áhrif á líf hans en hann hefði getað órað fyrir.
Dauðinn í Feneyjum er stutt skáldsaga eða svokölluð nóvella.
Mann sagði sjálfur að sagan fjallaði um "algleymi hins dæmda manns" en að vandinn sem hann hefði sérstaklega haft í huga væri "sæmd listamannsins". Þetta er raunar umfjöllunarefni margra skáldsagna Thomasar Manns og kannski má segja að hann hafi hlotið það í arf frá rómantíska tímanum. Í Dauðanum í Feneyjum eru átök listar og samfélags upp á líf og dauða.
Paul Thomas Mann (6. júní 1875 12. ágúst 1955) var þýskur rithöfundur sem einkum er þekktur fyrir langar skáldsögur sem innihalda greiningu og háðsádeilu á þýskt samfélag. Mann flýði land eftir valdatöku nasista í Þýskalandi og var einn af helstu gagnrýnendum Þriðja ríkisins. Hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1929 fyrir Buddenbrooks sem var fyrsta skáldsaga hans.
MBL: List, samfélag, fegurð, dauði
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)