Færsluflokkur: Bækur

Barnalestin e. Viola Ardone

Barnalestin_72ptBarnalestin er ljúfsár og heillandi ítölsk skáldsaga byggð á sönnum atburðum og fjallar um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög. Ungur sögumaðurinn horfir barnslegum augum á heiminn og öðlast smám saman dýrkeyptan skilning á hlutskipti sínu. Hann velur sér framtíð, en fortíðin fylgir honum.

 

Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og innviðir landsins eru í rúst. Kommúnistar vilja bjarga börnum borgarinnar frá verstu hörmungunum og koma þeim til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Þúsundum saman eru börn úr suðrinu send með lest eftir Ítalíu endilangri og veröldin sem mætir þeim í norðri er framandi. Nægur matur, hlý föt, öryggi – og ný fjölskylda, nýir siðir og ný tækifæri. Sum snúa aldrei aftur til fyrra lífs.

 

Höfundurinn, Viola Ardone, er sjálf frá Napólí. Barnalestin er þriðja bók hennar en sú fyrsta sem vekur verulega athygli utan heimalandsins. Halla Kjartansdóttir þýddi.

 

https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/hladvarp-bokasafns-hafnarfjardar/thattur/ac151c183eb8a7e302ecda902b29e13b/


Átta fjöll e. Paolo Cognetti

Atta_fjoll_72-656x1024Átta fjöll er einstæð saga um sterka og einlæga vináttu tveggja drengja sem eiga sér ólíkan bakgrunn og hvernig samband þeirra þróast, breytist og reynir á þá í áranna rás.

Pietro er einmana strákur sem elst upp hjá foreldrum sínum í Mílanó. Það eina sem sameinar fjölskylduna er ástin á fjöllum Norður-Ítalíu og þangað fara þau á hverju sumri. Þar kynnist Pietro kúahirðinum Bruno, sem þekkir fjöllin en er um leið rígbundinn þeim.

Þeir eyða sumrunum í að kanna þau og læra um leið að þekkja hvor annan og sjálfa sig, hæfileika sína, tilfinningar og takmarkanir. Og þótt leiðir þeirra skilji og Bruno verði um kyrrt uppi í fjöllum en Pietro flakki um heiminn slitnar bandið sem tengir þá saman aldrei.

Paolo Cognetti er rithöfundur frá Mílanó sem býr ýmist í New York eða í fjallakofa í Ölpunum. Átta fjöll varð metsölubók á Ítalíu og hlaut Strega-verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Ítala, árið 2017, og einnig Strega Giovani-verðlaunin fyrir bestu bók ungs rithöfundar. Bókin hefur vakið mikla athygli víða um heim og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

 

"Bókin heitir ÁTTA FJÖLL og þýdd af Brynju Cortes Andrésdóttur. Þessi bók er unaðslestur, dásamleg saga um vináttu og náttúru Ítalskra fjalla og margt fleira. Þetta er bók fyrir alla sem vilja ylja sál sinni og hjarta með fallegum lestri. Svo er þýðandinn alveg stórkostlega góð. Hún fær 10 stjörnur hjá mér.  Njótið. ~Bókagull"

 

https://www.ruv.is/frett/atta-fjoll-paolo-cognetti
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1673932/
https://www.ruv.is/utvarp/spila/bok-vikunnar/23805/7i11q3
https://www.theguardian.com/books/2018/mar/18/eight-mountains-paolo-cognetti-review

 


Eins og fólk er flest e. Sally Rooney

Eins-og-folk-er-flest-623x1024"Normal People fjallar um menntaskólavinina Marianne og Connell. Það sem einkennir samband þeirra er stéttarskiptingin og valdaójafnvægi. Móðir Connells þrífur stórhýsi hinnar sérvitru Marianne, á meðan Connell er vinsæli strákurinn í skólanum. Vinir hans líta niður á Marianne sem telst ekki falleg út frá samfélagslegum stöðlum, fólki þykir hún frekar skrítin og alltof klár. Óvænt vinátta þeirra og ástir fleyta söguþræðinum svo áfram þar sem þau reyna að fóta sig í heiminum."

Allir vita að Maríanna býr í hvíta slotinu með heimreiðinni, þeir vita að mamma Connells er ræstingakona, en enginn hefur enn lagt saman tvo og tvo.

Maríanna er einmana og utanveltu í menntaskólanum á meðan Connell er í hópi vinsælustu nemendanna. Þau verða ástfangin og eiga næstu árin í einhvers konar haltu-mér-slepptu-mér samskiptum sem þau vilja ekki vera án, en um leið er eins og sambandið sé í raun stærsta hindrunin í vegi þeirra beggja.

Textinn hennar Rooney flæðir vel, hún flækir aldrei frásögnina með óþarfa lýsingum eða myndlíkingum. Hún ber söguna fram á einfaldan og áhrifaríkan máta. Hvert einasta orð hefur tilgang, þetta gerir hún viljandi svo að allar tilfinningar liggi undir yfirborðinu og er það hlutverk lesandans að rýna í undirtexta verksins. Þetta finnst mér hressandi frásagnaraðferð sem talar beint til nútímans.

 

Eins og fólk er flest er önnur skáldsaga Sally Rooney, sem vakti verðskuldaða athygli fyrir þá fyrstu: Okkar á milli. Sjaldan hefur jafnungur höfundur skotist svo hratt á stjörnuhiminn.

Normal People var bók vikunnar hjá Guardian og kallar bókmenntagagnrýnirinn Kate Clanchy bókina: „framtíðar klassík“. Bókin komst einnig á lista fyrir Man Booker verðlaunin. Það virðist allt bókstaflega ætla að verða vitlaust yfir henni ungu Sally – bókin hefur farið sigurför um heiminn og bókmenntaheimurinn bíður í eftirvæntingu eftir næstu verkum hennar

Sally Rooney skrifar um samtímafólk sitt, hún hefur sjálf sagt í viðtali að hún hafi takmarkaðan reynsluheim og skrifi um persónur á sama aldri og sem ganga í sama háskóla og hún. Þar með þekkir hún tilfinningarnar, umhverfið og andrúmsloftið einstaklega vel sem hún nýtir í söguheiminn. Hún skrifar beint inn í samtíma sinn og nær til lesendahóps sem á auðvelt með að samsama sig við persónurnar hennar. Sally ber fram ferska og nútímalega rödd í skrifunum sínum og hefur náð að heilla þónokkuð marga upp úr skónum. Í Eins og fólk er flest nær hún að skapa djúpar og breyskar persónur sem fara í þroskaferðalag, ferðalag sem flestir þekkja, og gerir manni ókleift að standa á sama um örlög Marianne og Connels.

 

https://www.ruv.is/frett/hitamaelir-a-eigin-kynslod

https://www.theguardian.com/books/2021/aug/28/sally-rooney-hell-of-fame-normal-people

https://www.youtube.com/watch?v=4jH_0rg46Es


Ráðskonan og prófessorinn e. Yoko Ogawa

RadskonanHann er snjall stærðfræðiprófessor sem hefur aðeins áttatíu mínútna skammtímaminni en hugur hans er enn fullur af stærðfræðiformúlum fyrri tíma.

Hún er ung ráðskona og á tíu ára gamlan son. Á hverjum morgni kynnast ráðskonan og prófessorinn upp á nýtt.

Prófessorinn hefur einstakan hæfileika til þess að tengja saman einföldustu atriði – skóstærðir, afmælisdaga – og heiminn eins og hann leggur sig. Og hann leggur fyrir mæðginin þrautir sem tengja þau böndum sem rista dýpra en minnið nær.

Ráðskonan og prófessorinn fékk verðlaun japanskra bóksala árið 2004.
Yoko Ogawa hefur skrifað yfir 20 margverðlaunaðar bækur.

Reading guide.

https://www.forlagid.is/vara/ra%C3%B0skonan-og-professorinn/

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1472736/

http://52baekur.blogspot.com/2013/06/bok-25-raskonan-og-professorinn.html


Svínshöfuð e. Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Svinshofud_fronturAf hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð?

Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur.

Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs.

Skáldsagan Svínshöfuð spannar áratugi og gerist á eyju á Breiðafirði, í Kína og í Kópavogi. „Ég ætlaði að skrifa stutt og einfalt verk með afmörkuðu sögusviði,“ segir Bergþóra. „Ég var í Stykkishólmi sumarlangt þegar ég var að vinna söguna og þá fóru sögur úr eyjunum að leita á mig. Sagan varð svona, það bara gerðist sjálfkrafa og var á köflum yfirþyrmandi. Seinna áttaði ég mig á því að ég þurfti að fara svona langt aftur í fortíðina til að geta fjallað um samtímann, til þess að skýra gjörðir persónanna í nútímanum. Ekkert okkar er ósnortið af reynslu fyrri kynslóða.“

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. / Handhafi Fjöruverðlaunanna. / BESTA SKÁLDSAGA ÁRSINS AÐ MATI BÓKSALA.

https://www.ruv.is/frett/svinshofud-bergthora-snaebjornsdottir
https://bokmenntagagnryni.is/gagnryni/2959/


Ættarfylgjan e. Nina Wähä

AEttarfylgjan_kapa_370xBókmenntahátíð í Reykjavík 2021

Hin skrautlega Toimi-fjölskylda býr í Tornedal, við nyrstu landamæri Finnlands og Svíþjóðar. Annie, elsta dóttirin sem býr í Stokkhólmi, verður ólétt og ákveður því að halda jólin með fjölskyldunni. Þar bíða hennar foreldrarnir Siri, ástrík en undirokuð móðir, og Pentti, harðskeyttur óyndismaður, og systkinin ellefu sem öll eru sérstæð, til dæmis gáfnaljósið Tarmo, hin umhyggjusama Helmi, Hirvo sem býr úti í skógi og talar við dýr, hinn undurfagri Valo ... En erfiðar ættarfylgjur og gamlar syndir hvíla yfir öllu og það er beygur í Annie því hún skynjar að tími uppgjörs er í vændum.

Ættarfylgjan er fjölskrúðug ættarsaga sem skrifuð er af sprúðlandi frásagnargleði en tekst um leið á við dýpri spurningar um innra líf persóna, svo að sorg og gleði vega salt í áhrifamikilli sögu.

Ættarfylgjan er 3. bók Nina Wähä. Sagan sló rækilega í gegn árið 2019, var tilfefnd til fjögurra helstu bókmenntaverðlauna Svía, þ.á.m. August-priset og hreppti Sveriges Radio Romanpris. Og varð líka ein af metsölubókum ársins.

----------------

Swedish author Nina Wähä has published three novels in her home country and is also an actress and singer in the indie rock band Lacrosse.

Nina Wähä’s third novel, Testamente (Testament), was published in Sweden in 2019 and received unanimous praise from critics as well as readers. The story made a caused a thorough storm that year: It was nominated for four of Sweden’s major literary prizes, including the August Prize and won the Swedish Radio Literary Prize.

Testamente is the story of the wonderful Toimi family who live on the northern border of Finland and Sweden. The story is characterized by its joyful storytelling and the fine dance between happiness and sorrow.

---------------

WIKIPEDIA

Nina Wähä, born March 21, 1979 in Stockholm , is a Swedish author, actress and singer.

In 2004, Wähä played one of the lead roles in Daniel Espinosa's feature film Babylon Disease. She also had a minor role in Henry Meyer's Four Weeks in June (2005). She sings in the pop band Lacrosse and has published three novels on Norstedts: S som i syster (2007), Titta ikke bakåt (2010) and Testamente (2019).

Biography
Nina Wähä was born and raised in a large family in Stockholm. Her father immigrated from Bulgaria in the 1960s and her mother is from the Finnish Tornedalen. She spent the summer holidays with her grandmother together with many cousins ​​in the countryside in Tornedalen and learned both Finnish and Meänkieli. She has completed a two-year education in literary design at the University of Gothenburg. She has worked as a restaurant manager and with catering. Nina Wähä is a singer inindie pop band Lacrosse and she has had film roles.

Authorship
Wähä debuted as a writer with the novel S as in Sister, 2007. The sibling relationship between two sisters splits at the parents' divorce when Paola stays with her mother and Isabel, the novel's narrator self, lives with her father. This means that Isabel moves around with her father who begins relationships with many women and eventually dies in a fire when Isabel is saved. The sisters' adult relationship is characterized by the dysfunctional family situation and their different upbringing conditions.

It´s not all about you, 2008 is a collection of short stories written on behalf of the Gothenburg Film Festival. Each short story is about a historical person.

In Look Not Back, 2010, a younger woman, Sabina, becomes acquainted with an older man. In his home, she finds letters that together make up a manuscript. It depicts how a man and two comrades in the 1960s leave communist Bulgaria in order to come to the United States, but they end up in the student uprising in Rome where various complications arise. Through Sabina, the three friends will radiate together again.

Testamente, 2019, takes place in the Finnish Tornedalen and depicts a large family consisting of a despotic and emotionally cold father, a submissive mother and twelve siblings. Annie, who is the second oldest in the big sibling group, visits the parents´ home during the Christmas weekend. An accident occurs, which causes Annie to try to persuade the mother to leave the oppressive father. This is followed by a bustling story where all the people speak and describe the family history in their own way. The author says in an interview that she originally wrote the book as a collection of short stories. A murder has been committed, which also gives a detective perspective on the plot.

All books have been well received by critics and readers alike. With the novel Testamente, Nina Wähä has been nominated for the 2019 August Prize. In 2019, she was awarded the Lydia and Herman Eriksson Scholarship, in 2019 she was awarded also with the community The Nine 's Julpris. In the same year, she was awarded the Albert Bonnier Scholarship Fund for Swedish authors. Nina Wähä has received the Swedish Radio's novel prize 2020 for the novel Testamente.


Blóðberg e. Þóra Karítas Árnadóttir

Blodberg_72-1Árið 1608 sver ung stúlka í Skagafirði, Þórdís Halldórsdóttir, eið um að hún sé hrein mey eftir að upp kemur kvittur um ástarsamband hennar við mág sinn en slíkt var dauðasök á tímum stóradóms. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn. Þórdís má lifa með ásökunum um blóðskömm og í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp.

Þóra Karítas Árnadóttir hefur starfað við skrif, leikhús og sjónvarpsþáttagerð. Árið 2015 sendi hún frá sér sannsöguna Mörk – saga mömmu sem hlaut góðar viðtökur lesenda. Blóðberg
er fyrsta skáldsaga hennar.

„Þetta gæti þess vegna verið réttarmorð“ | RÚV
https://www.ruv.is/frett/2020/11/01/thetta-gaeti-thess-vegna-verid-rettarmord

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“
https://www.visir.is/g/20202035745d

Tíu ára bið eftir dauðadómi
https://lestrarklefinn.is/2021/01/11/tiu-ara-bid-eftir-daudadomi/


Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir e. Sigríði Hagalín Björnsdóttir

eldarnir-front„Skáldin mega hjala um ástina, en ég þekki hana, hef séð hana að verki. Hún er ekkert annað en náttúruhamfarir.“
 
Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og fullkomið líf hennar lætur ekki lengur að stjórn.
 
Eldarnir eru þriðja skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Fyrri bækur hennar, Eyland og Hið heilaga orð, hafa vakið verðskuldaða athygli og verið þýddar á fjölda tungumála.
 
 
 
 
 

Lygalíf fullorðinna e. Elena Ferrante

lygalif_fullordinnaEinkadóttir ástríkra og vel menntaðra foreldra elst upp við gott atlæti í hæðum Napólí. Henni gengur allt í haginn og er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu. Þetta veldur metnaðarfullum foreldrunum talsverðum áhyggjum og eitt kvöldið heyrir hún óvart á tal þeirra þar sem faðir hennar lætur út úr sér örlagarík orð sem umhverfa sjálfsmynd hennar og setja lífið í nýtt samhengi. Í kjölfarið kvarnast smám saman úr undirstöðum fjölskyldunnar, tilveran tekur kollsteypu og nýr veruleiki kemur í ljós.

Sagan er tilfinningaþrungin þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Hún þarf að púsla saman nýrri sjálfsmynd af eigin rammleik, slíta sig frá foreldrunum og bernskunni og komast til botns í fjölskylduleyndarmáli sem hún er sannfærð um að Vittoria frænka hennar varðveiti lykilinn að.

Lyga­líf full­orðinna er fyrsta skáld­saga Elenu Ferr­an­te síðan Napólí-fjór­leik­ur­inn sló í gegn um all­an heim.

RÚV: https://www.ruv.is/tag/lygalif-fullordinna

 

Ungfrú Ísland e. Auður Ava Ólafsdóttir

ungfru-island_Boksalaverdlaun-200x302Sögusviðið er Reykjavík árið 1963. Ung skáldkona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Reykjavíkur.

Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bækur eða ekki. Konur verða kynþroska og eignast börn sem koma í veg fyrir að þær geti skrifað.

Árið er 1963. Íslendingar eru 177 þúsund og eiga einn Nóbelshöfund. Söguhetja bókar, Hekla, er ung skáldkona sem fædd er á slóðum Laxdælu. Hún heldur til Reykjavíkur með nokkur skáldsagnahandrit í fórum sínum.

Sjötta skáldsaga Auðar Övu fjallar um sköpunarþrána í heimi þar sem karlmenn fæðast skáld og konum er boðið að verða Ungfrú Ísland.

Auður Ava Ólafsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör. Bækur hennar koma út á yfir 20 tungumálum.

Hér má sjá frábært viðtal við Auði Övu í Kiljunni í nóvember 2018.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson, með tilvísun í kápu Gísla B. Björnssonar frá 1962. Með góðfúslegu leyfi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband