2.2.2007 | 21:42
Febrúar 2007 / Sumarljós og svo kemur nóttin e. Jón Kalman
Næsta bók er Sumarljós og svo kemur nóttin efit Jón Kalman Stefánsson. Í Lesbók Moggans er umfjöllun um bókina vegna þess að hún er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ég er nýbún að lesa þessa bók og langar að deila henni með ykkur. Þið eigið eftir að elska þessa bók, ef ég þekki bókasmekk ykkar rétt, hún er enn einn gullmolinn í safnið.
Mig langar að biðja ykkur að skoða vel frásagnarstílinn, hver segir söguna, það er mjög sérstakt og vandmeðfarið sjónarhorn sem höfundurinn notar. Einnig ætla ég að benda ykkur á að skoða hvar sagan gerist (hvar er þorpið ?), persónusköpunina (hverjar eru þær og hvernig er þeim lýst) og tímann (hvenær gerist sagan?). Ég get lofað ykkur því að þetta er ein óvenjulegasta bók sem þið hafið lesið.
kveðja
Begga
Hér eru greinar og umfjallanir um Sumarljós og svo kemur nóttin:
http://skruddur.blog.is/blog/itarefni/entry/114421
Athugasemdir
Ég hlakka til að lesa bókina. Ég er búin að panta hana á bókasafninu í Firðinum, vonandi fer hún að skila sér inn. En greinilega vinsæl bók.
Kveðja
Gugga
Skruddur, 11.2.2007 kl. 14:44
Vonandi eruð þið að lesa Sumarljósið. Minni á að næsti leshringur verður hjá mér 1 mars.
Kveðja
Begga
Skruddur, 19.2.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.