11.3.2013 | 18:41
Engan þarf að öfunda e. Barbara Demick

Bókin segir frá daglegu lífi í Norður-Kóreu, sem er eitt einangraðasta land í heimi, lokað af frá umheiminum af grimmilegri harðstjórn. Í bókinni, sem hlotið hefur fjölda verðlauna, fléttast saman frásagnir sex flóttamanna frá Chongjin, þriðju stærstu borg Norður-Kóreu.
Íbúar Norður-Kóreu hafa ekki fengið að tjá sig við umheiminn í 60 ár. Landið hefur verið lokað nær öllum sem áhuga hafa á landi og þjóð síðan Kóreustríðinu lauk. Áróður um Juche-hugmyndafræði Kim Il Sung, stofnanda og eilífðarforseta ríkisins, litar allan fréttaflutning í þessu litla kommúnistaríki á Kóreuskaganum. Innsýnin sem fæst í gegnum sögur flóttamanna sem rætt er við í bókinni Engan þarf að öfunda er því einstök. Sögurnar gefa ótrúlega skýra mynd af lífinu í Norður-Kóreu sem hefur verið byggt upp á kommúnískri hugmyndafræði.
Barbara Demick stýrir Kína-skrifstofu bandaríska stórblaðsins Los Angeles Times. Engan þarf að öfunda hefur verið þýdd á nær tuttugu tungumál.
Nothing to envy / Review - The Guardian / Umfjöllun mbl
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.