5.10.2007 | 19:10
Slepptu mér aldrei e. Kazuo Ishiguro
Leshringur í september.
Helga valdi bókina Slepptu mér aldrei e. Kazuo Ishiguro.
"Slepptu mér aldrei er ein sú áhrifamesta skáldsaga sem fyrir augum mín hefur komið. Hún er svo mögnuð að gæsahúðin sprettur hvað eftir annað fram, þá ekki síst í lokasenum bókarinnar, sem eru óumræðilega sorglegar en einnig þrungnar þeirri fegurð, von og kærleika sem persónurnar bera í brjósti þrátt fyrir allt." (Sigríður Albertsdóttir, DV)
"Efnið og söguþráðurinn er bæði frumlegur og grípandi en það er líka eitthvað seiðandi við frásagnarháttinn í bókinni, stöðu barnanna, drauma þeirra og fjársjóði, hvernig þau verða fjölskylda hvert annars og örlög þeirra sem vekja allskonar tilfinningar hjá lesandanum. Þetta er bók sem mann dreymir og verður að ræða við einhvern að lestri loknum." (Brynhildur Björnsdóttir, Birta)
Athugasemdir
Þessi bók situr í undirmeðvitundinni og kemur upp í hugann aftur og aftur. Efni bókarinnar vekur upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Mæli hiklaust með henni.
Hrönn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.