7.12.2007 | 12:56
Október 2007 / Barndómur e. J. M. Coetzee
Næsta bók er Barndómur eftir J.M. Coetzee í þýðingu Rúnars Helga, hann fékk íslensku þýðingarverðlaunin árið 2006 fyrir þessa bók.
Ég bið ykkur að skoða vel samband drengsins við foreldra sína, hvernig hann kemur fram við þau og hvernig móðir hans bregst við þessari framkomu. / Lydía Ósk
Í þessari rómuðu sjálfsævisögu vitjar J.M. Coetzee bernskuára sinna í Suður-Afríku um og eftir 1950. Hér er sögð áhrifarík saga af dreng sem hermir eftir föður sínum en getur ekki virt hann, dáir móður sína en ýtir henni samt frá sér. Jafnhliða reynir hann að fóta sig í mótsagnakenndri veröld ólíkra þjóðarbrota, stétta og hópa, innan um óskrifaðar reglur sem hann er nauðbeygður til að hlíta.
Coetzee fjallar í Barndómi um sitt unga sjálf af þeirri hreinskilni sem hann er þekktur fyrir í öðrum verkum sínum. Drengurinn sem hér reynir að átta sig á eigin verðleikum varð þegar fram liðu stundir heimskunnur rithöfundur og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2003. Áður hefur komið út á íslensku skáldsaga hans Vansæmd. Rúnar Helgi Vignisson þýddi og ritar eftirmála.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.