8.12.2007 | 16:22
Janúar 2008 / Undantekningin e. Christian Jungersen
Fjórar konur vinna saman hjá stofnun í Kaupmannahöfn sem rannsakar og safnar upplýsingum um þjóðarmorð. Þegar tvær þeirra fá nafnlausar líflátshótanir rennur upp fyrir þeim sú ógn sem starfið á stofnuninni felur í sér: Stríðsglæpamaður sem einskis svífst gæti hæglega hafa sett þær á dauðalista sinn.
En hvaðan koma þessar hótanir sem gegnsýra smám saman líf kvennanna og samstarf? Í ljós kemur að engin þeirra er öll þar sem hún er séð og ógnin sem vofir yfir kallar fram þeirra rétta andlit. En ógnvaldurinn er ef til vill ekki eins fjarlægur og ætla mætti: Grimmdin sem kraumar í mannlegu eðli þrífst ekki bara á stríðshrjáðum svæðum í fjarlægum löndum.
Undantekningin er mögnuð og grípandi frásögn um illsku og ást, sálfræðileg spennusaga og margföld metsölubók. Sagan er margverðlaunuð og rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum víða um lönd.
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2006 - Besta þýdda skáldsagan 2006:
1. Viltu vinna milljarð - Vikas Swarup
2. Undantekningin - Christian Jungersen
3. Brestir í Brooklyn - Paul Auster
Athugasemdir
jæja Þorbjörg, ég gera ráð fyrir að þú hafir bjargað mér og sett inn Barndóm ... TAKK ... ég veit það er ALLTAF hægt að stóla á þig ...
hlakka til að lesa Untantekninguna ...
Ló (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.