22.3.2008 | 22:54
Skandall og framhjáhald
Mjög svo krassandi fyrirsögn, enda er þetta umfjöllunarefni Gustafs Flauberts í einni frægustu skáldsögu frakka: Madame Bovary.
Þið vitið allar um ómælda ást mína á Frakklandi og öllu frönsku en það lágu nokkrar ástæður að baki þessu vali, sennilega sú fyrsta sú að ég ætlaði að lesa hana í sumarfríinu mínu í Florída en las svo ekki staf ! Hún sem sagt var á náttborðinu mínu í nýútgefinni kilju... síðan hefur mig alltaf langað að lesa þessa bók á íslensku, hef bara lesið hana á frummálinu fyrir mjög mörgum árum síðan og fannst hún bara svona lala. Hef líka alltaf velt fyrir mér samanburðinum á söguhetjunum í þessari bók, þ.e. Emmu og svo einni af mínum "uppáhalds"söguhetjum, Ednu í The Awakening, sálin vaknar minnir mig að hún hafi heitið á íslensku, en það var fyrsta bókin sem við tókum fyrir í leshringnum. Báðar lenda í svipuðum aðstæðum og báðar fyrirfara sér. Ednu þoldi ég ekki og Emma finnst mér heimsk ! Við vorum alls ekki á sama máli með fyrri söguhetjuna svo það verður gaman að sjá hvað ykkur finnst um Emmu.
Gagnrýnendur virðast skiptast í tvo flokka líka hvað þetta varðar eins og um Ednu þannig að þetta gæti orðið gaman! Stal þessu af sparknotes til að útskýra betur hvað ég á við:
Some critics view Ednas suicide at the end of the novel as a failure to complete her escape from conventionan inability to defy society once stripped of the motivation of a man by her side. Others view her suicide as a final awakening, a decision to give herself to the sea in a show of strength and independence that defies social expectation.
Það væri áhugavert að velta því fyrir sér hversu mikil vald þessar konur höfðu yfir eigin lífi, voru endalok þeirra óumflýjanleg örlög eða sjálfskaparvíti ? hefðu þær getað komist útúr þessu á annan hátt ?
Bókin, sem er í þýðingu Péturs Gunnarssonar, er inni á öllum bókasöfnum og eins og áður sagði, nýútkomin í kilju sem fæst hér:
http://www.boksala.is/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-40334/
Bókin er bara 260 bls svo við ættum að geta haldið áætlun því að við höfum páskana til þess að lesa. Reyndar ætti að vera leshringur í næstu viku miðað við áætlun en það er sennilega of snemmt. Hvernig hljómar fimmtudagurinn 27. mars?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.