Nóvember 2008 / Saga sonar míns e. Nadine Gordimer

Ég valdi Saga sonar míns eftir Nadine Gordimer. Hér aðeins um höfund ...

saga_sonar_mins_gordimer

Gordimer, Nadine (f. 1923); suður-afrískur rithöf., hefur stundað ritstörf frá unga aldri. Fyrsta smásagnarsafn hennar The Soft Voice of the Serpent and Other Stories, kom út 1952. G. hefur skrifað smásögur og skáldsögur, en einnig greinar, ritgerðir og kvikmyndahandrit. G. barðist gegn aðskilnaðarstefnu (apartheid) og ritskoðun í Suður-Afríku. Mörg verka hennar voru bönnuð þar, m.a bókin A World of Strangers (1958) sem var bönnuð í 12 ár. Bókin fjallar um aðskilnaðarstefnuna á fyrstu árum hennar, þar sem aðalpersónan er að lokum neydd til að taka afstöðu og horfast í augu við hörmungarnar sem aðskilnaðarstefnan veldur. Þetta umfjöllunarefni setur einnig svip sinn á aðrar smásögur og skáldsögur G. Hún lýsir mannlegu eðli í skugga valdsins, forboðnum ástum milli fólks af ólíkum kynþáttum og baráttu einstaklingsins gegn þrúgandi aðstæðum.

Meðal þekktustu verka G. eru m.a; Burger's Daughter, (1979); The Conservationist, (1974) July's People, (1981) og Get a Live, (2005). Á íslensku hafa m.a birts skáldsögurnar Saga sonar míns, (1990, þýð. *Ólöf Eldjárn, 1992); Heimur feigrar stéttar (1966, The late Bourgeois World, þýð. Ólöf Eldjárn, 1990) sem og Ferð allra ferða og fleiri sögur (þýð. Ólöf Eldjárn, 1993). Í síðastnefndu bókinni eru þrettán smásögur úr þremur smásagnasöfnum frá 1980-1991. Sögurnar fjalla um samskipti ólíkra kynþátta og það óréttlæti sem svartir hafa búið við. Smásagnasöfn hennar eru orðin mörg. G. hlaut Booker-verðlaunin 1974 fyrir The Conservationist og bókmenntaverðlaun Nóbels 1991.

Um bókina: 5aga sonar míns er nýjasta skáldsaga suður-afríska rithöfundarins Nadine Gordimer. Hún segir frá lífi þeldökkrar fjölskyldu sem markað er af baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Sögumaður er drengur á unglingsaldri sem kemst að því að faðir hans á í ástarsambandi við hvíta konu. Því fylgja margvísleg átök í einkalífi og stjórmálabaráttu. Í bókinni tvinnast saman frásögn af ástandinu í Suður-Afríku og saga um ást - ást karlmanns á tveimur konum, ást föður og sonar og frelsisástina. 

ítarefni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband