Færsluflokkur: Bækur
2.2.2007 | 21:42
Febrúar 2007 / Sumarljós og svo kemur nóttin e. Jón Kalman
Næsta bók er Sumarljós og svo kemur nóttin efit Jón Kalman Stefánsson. Í Lesbók Moggans er umfjöllun um bókina vegna þess að hún er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ég er nýbún að lesa þessa bók og langar að deila henni með ykkur. Þið eigið eftir að elska þessa bók, ef ég þekki bókasmekk ykkar rétt, hún er enn einn gullmolinn í safnið.
Mig langar að biðja ykkur að skoða vel frásagnarstílinn, hver segir söguna, það er mjög sérstakt og vandmeðfarið sjónarhorn sem höfundurinn notar. Einnig ætla ég að benda ykkur á að skoða hvar sagan gerist (hvar er þorpið ?), persónusköpunina (hverjar eru þær og hvernig er þeim lýst) og tímann (hvenær gerist sagan?). Ég get lofað ykkur því að þetta er ein óvenjulegasta bók sem þið hafið lesið.
kveðja
Begga
Hér eru greinar og umfjallanir um Sumarljós og svo kemur nóttin:
http://skruddur.blog.is/blog/itarefni/entry/114421
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 23:41
Janúar 2007 / Hrafninn e. Vilborgu Davíðsdóttur
Ég valdi Hrafninn vegna þess að við vorum mjög hrifnar af sögulegri skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur, Stúlka með fingur, sem ég hafði áður valið.
Vilborg semur líka skáldsögur með sögulegu ívafi og vildu nokkrir ritdómarar flokka hana sem reifara og að ítarlegar frásagnir Vilborgar af búskaparháttum, siðum og venjum inúíta og íslendinga vera til trafala í sögunni og helst til ýtarlegar. Þessu vorum við ekki sammála og fannst þessar lýsingar gefa sögunni aðra vídd og krydda hana mjög. Við vorum allar sammála um að bókin væri góð, söguhetjan Naaja greip mann strax á fyrstu síðu og bæði fléttan og fram vindan í sögunni sannfærandi og spennandi. Einstaka gloppur í persónusköpun trufluðu okkur ekki (Mikjáll) og sumum fannst presturinn helst til of klisjukennd persóna. Endirinn var góður og gefur lesandanum tækifæri til þess að spinna sinn eigin endi að vild eða hentugleika. Vilborg hefur augljóslega lagt í mikla heimildavinnu við gerð bókarinnar og var t.d. með tungumál inúíta fléttað inní sinn texta á skemmtilegan hátt og samfélagslýsingar hennar eru ótrúlega raunverulegar og lifandi.
Vorum allar sammála um að þetta væri góð afþreyingarbók og vel heppnuð hjá Vilborgu, því gef ég henni einkunina:
Kveðja,
Auður Ögn
Hér eru greinar og umfjallanir um Hrafninn:
http://skruddur.blog.is/blog/itarefni/entry/111047/
Bækur | Breytt 2.2.2007 kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:53
Bókalisti 2006
nóv. 2006 - Þorbjörg
Frida eftir Bárbara Mujico
okt. 2006 - Lydía
Sólskynshestur eftir Steinunni Sigurðardóttir
sept. 2006 - Hrönn
Þóra, baráttusaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur
sumar - Draumalandið eftir Andra Snæ
maí 2006 - Helga
Í fylgd með fullorðnum eftir Steinunni Ólínu
apríl 2006 - Helen
Flugdrekahlauparinn eftir Hosseini **Bók ársins að mati margra í hópnum
mars 2006 - Guðbjörg
Rokkað í Vittula eftir Mikale Niemis
feb. 2006 - Gulla
Skugga-Baldur eftir Sjón
jan. 2006 - Begga
Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:53
Bókalisti 2005
nóv. 2005 Auður
Amsterdam eftir Ian McEwan
okt. 2005 - Þorbjörg
Pobby og Dingan eftir Ben Rice
sept. 2005 - Lydía
Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttir
maí 2005 - Helga
Love Star eftir Andra Snæ
apríl 2005 - Halla
Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð
mars 2005 - Hrönn
Hundrað dyr í golunni eftir Steinunni Sigurðardóttir
feb. 2005 Gulla
Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez
jan. 2005 - Guðbjörg
Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttir
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:52
Bókalisti 2004
nóv. 2004 Begga
Bóksalinn í Kabúl Åsne Seierstad
okt. 2004 - Auður
Stúlka með fingur eftir Þórunn Valdimarsdóttir
sept. 2004 Þorbjörg
Chocolat og fl. bækur eftir Joanne Harris
sumar - Stúlka með perlueyrnalokk
maí 2004 - Lydía
Sagan af Pí eftir Yann Martel
apríl 2004 Hrönn
Fáfræðin eftir Milans Kundera
mars 2004 Helga
Glerhjálmurinn eftir Sylvia Plath
feb. 2004 Gulla
Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
jan. 04 - Begga
Ilmurinn eftir Patrick Süskind
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:52
Bókalisti 2003
nóvember 03 - Auður
Míramar eftir Nagíb Mahfúz
október 03 - Þorbjörg
Fyrirlestur um hamingjuna - Guðrún Eva Mínervudóttir
september 03 - Lydía
Hvar sem ég verð - Ingibjörg Haraldsdóttir og
önnur ljóð eftir ýmsa höfundal
maí 03 - Hrönn
Dauða rósir /Mýrin/ Grafarþögn - Arnaldur Indriðason
apríl 03 - Helga
Brotasaga - Björn Th. Björnsson
mars 03 - Gulla
Svartfugl - Gunnar Gunnarsson
feb. 03 - Begga
Ást á rauðu ljósi - Hanna Kristjónsdóttir
jan. 03 - Auður
Ofvitinn - Þórbergur Þórðarson
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:51
Bókalisti 2002
nov. 02 - Þorbjörg
Þrisvar þrjár sögur - smásögur eftir ýmsa höfunda
okt. 02 - Lydía
Eyðumerkurblómið - Waris Dirie
sept. 02 - Hrönn
Híbýli vindanna og lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson
maí 02 - Helga
Sérðu það sem ég sé eftir Þórarinn Eldjárn
apríl 02 - Helen
Fótboltafár - Nick Hornby
mars 02 - Gulla
Meðan nóttin líður - Fríða Á Sigurðardóttir
feb. 02 - Begga
Eldhús - Banana Yoshimoto
jan. 02 - Auður
Hús úr húsi - Kristín Marja Baldursdóttir
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:51
Bókalisti 2001
nóv. 01 - Þorbjörg
Á lausu - Marianne Eilenberger
okt. 01 - Lydía
Hroki og hleypidómar - Jane Austen
sept. 01 - Helga
Bækur eftir Vigdísi Grímsdóttir
maí 01 - Helen
Lífsklukkan tifar - Skúli Björn Gunnarsson
apríl 01 - Begga
Afródíta - Isabel Allende
mars 01 - Auður
Morgunverður á Tiffany´s - Truman Capote
feb. 01 - Þorbjörg
Fótspor á himnum - Einar Már Guðmundsson
jan. 01 - Lydía
Blái hnötturinn - Andri Snær Magnason
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:50
Bókalisti 2000
nóv. 00 - Helen
Harry Potter og viskusteinninn - J. K. Rowling
okt. 00 - Helga
Borgin bak við orðið - Bjarni Bjarnason
sept. 00 - Auður
Veisla í farangrinum (A Moveable Feast) - E. Hemingway
maí 00 - Begga
Anna, Hanna og Jóhanna - Marianne Fredriksson
apríl 00 - Þorbjörg
Leikur hlægjandi láns (The Joy Luck Club) eftir Amy Tan
mars 00 - Lydía
Sálin vaknar (The Awakening) - Kate Chopin
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 22:04
um skáldsögu
Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar gera á grein fyrir skáldsögu, fyllið út og takið með þegar gerð er grein fyrir sögunni
- Segðu stutt deili á höfundi
- Hvað heitir bókin og hvenær var hún skrifuð?
- Hvar og hvenær gerist sagan?
- Hver segir söguna?
- Söguþráður og flétta
- Hvað einkennir mannlíf og samfélag í sögunni?
- Baksvið atburða
- Aðalpersónur sögunnar og hugsanleg tengsl þeirra
- Minnisstæðar aukapersónur
- Einhver sérstök stíleinkenni?
- Má draga lærdóm af sögunni?
Góða skemmtun...
Bækur | Breytt 31.1.2007 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)