Færsluflokkur: Bækur

Íslensku bókmenntaverðlaunin

 LjóðhúsMinnisbók

Þeir Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson fengu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin, Sigurður í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók og Þorsteinn í flokki fræðirita fyrir bókina Ljóðhús, þar sem fjallað er um Sigfús Daðason

Þeir sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin eru: Stefán Hörður Grímsson 1989, Fríða Á. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson 1990, Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1991, Þorsteinn frá Hamri og sameiginlega Vésteinn Ólason, Guðrún Nordal og Sverrir Tómasson 1992, Hannes Pétursson og Jón G. Friðjónsson 1993, Silja Aðalsteinsdóttir og Vigdís Grímsdóttir 1994, Steinunn Sigurðardóttir og Þór Whitehead 1995, Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason 1996, Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson 1997, Hörður Ágústsson og Thor Vilhjálmsson 1998, Andri Snær Magnason og Páll Valsson 1999, Gyrðir Elíasson og Guðmundur Páll Ólafsson 2000, Hallgrímur Helgason og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2001, Ingibjörg Haraldsdóttir, Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson 2002, Ólafur Gunnarsson og Guðjón Friðriksson árið 2003, Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson árið 2004 og Jón Kalman Stefánsson og Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Jóhannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson árið 2005, Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason árið 2006.

Fréttin er tekin af www.mbl.is 


Janúar 2008 / Undantekningin e. Christian Jungersen

Fjórar konur vinna saman hjá stofnun í Kaupmannahöfn sem rannsakar og safnar upplýsingum um þjóðarmorð. Þegar tvær þeirra fá nafnlausar líflátshótanir rennur upp fyrir þeim sú ógn sem starfið á stofnuninni felur í sér: Stríðsglæpamaður sem einskis svífst gæti hæglega hafa sett þær á dauðalista sinn.

En hvaðan koma þessar hótanir sem gegnsýra smám saman líf kvennanna og samstarf? Í ljós kemur að engin þeirra er öll þar sem hún er séð og ógnin sem vofir yfir kallar fram þeirra rétta andlit. En ógnvaldurinn er ef til vill ekki eins fjarlægur og ætla mætti: Grimmdin sem kraumar í mannlegu eðli þrífst ekki bara á stríðshrjáðum svæðum í fjarlægum löndum.

Undantekningin er mögnuð og grípandi frásögn um illsku og ást, sálfræðileg spennusaga og margföld metsölubók. Sagan er margverðlaunuð og rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum víða um lönd.

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2006 - Besta þýdda skáldsagan 2006: 
1.  Viltu vinna milljarð - Vikas Swarup 
2.  Undantekningin - Christian Jungersen 
3.  Brestir í Brooklyn - Paul Auster

ítarefni


Október 2007 / Barndómur e. J. M. Coetzee

Næsta bók er Barndómur eftir J.M. Coetzee í þýðingu Rúnars Helga, hann fékk íslensku þýðingarverðlaunin árið 2006 fyrir þessa bók. 

Ég bið ykkur að skoða vel samband drengsins við foreldra sína,  hvernig hann kemur fram við þau og hvernig móðir hans bregst við  þessari framkomu. / Lydía Ósk 

barndomur

Í þessari rómuðu sjálfsævisögu vitjar J.M. Coetzee bernskuára sinna í Suður-Afríku um og eftir 1950. Hér er sögð áhrifarík saga af dreng sem hermir eftir föður sínum en getur ekki virt hann, dáir móður sína en ýtir henni samt frá sér. Jafnhliða reynir hann að fóta sig í mótsagnakenndri veröld ólíkra þjóðarbrota, stétta og hópa, innan um óskrifaðar reglur sem hann er nauðbeygður til að hlíta.

Coetzee fjallar í Barndómi um sitt unga sjálf af þeirri hreinskilni sem hann er þekktur fyrir í öðrum verkum sínum. Drengurinn sem hér reynir að átta sig á eigin verðleikum varð þegar fram liðu stundir heimskunnur rithöfundur og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2003. Áður hefur komið út á íslensku skáldsaga hans Vansæmd.  Rúnar Helgi Vignisson þýddi og ritar eftirmála.

ítarefni


Um Brestir í Brooklyn e. Paul Auster

Sælar og takk fyrri síðast

Allir sammála um að bókin sé góð og vel þess virði að lesa meira eftir höfundinn. Umtalaðasta bókin hans er New York þríleikurinn (The New York trilogy) eða Glerborgin, Draugar og Lokað herbergi. Til á öllum betri bókasöfnum...


Brestir í Brooklyn e. Paul Auster

Októberlesningin er “ Brestir í Brooklyn”  eða “ The Brooklyn Follies”  eftir Paul Auster. Bókin er gefin út 2006 og ég vona að það verði ekki erfitt að nálgast hana.

Nú eins og ég sagði ykkur í gær þá vill svo skemmtilega til að höfundur á eiginkonu sem er líka rithöfunduren það er Siri Hustvedt.Það væri gaman að pæla í þeim hjónum ef tími vinnst til.

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2006 - Besta þýdda skáldsagan 2006: 

1  Viltu vinna milljarð - Vikas Swarup 

2  Undantekningin - Christian Jungersen 

3  Brestir í Brooklyn - Paul Auster

- ítarefni -


Nóbelsverðlaunahafar af vef mbl.is

Fréttamynd 442566

Doris Lessing. Reuters

Erlent | mbl.is | 11.10.2007 | 12:28

Lessing elsti bókmenntaverðlaunahafi Nóbels

Rithöfundurinn Doris Lessing er elsti handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels og næst elsti verðlaunahafinn í sögu verðlaunanna. Lessing er 87 ára að aldri en fram kemur á vefsíðu sænsku Nóbelsstofnunarinnar, að akademíunnar, að danski rithöfundurinn Theodor Mommsen var 85 ára þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1902.

Bandaríski vísindamaðurinn Raymond Davis Jr. var 88 ára þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2002.

Þrír aðrir hafa fengið Nóbelsverðlaun 87 ára en þeir voru allir yngri í árinu en Lessing.

 Fyrri bókmenntaverðlaunahafar:

2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pinter, Englandi
2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
1999: Günter Grass, Þýskalandi
1998: Jose Saramago, Portúgal
1997: Dario Fo, Ítalíu
1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
1995: Seamus Heaney, Írlandi
1994: Kenzaburo Oe, Japan
1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríki
1990: Octavio Paz, Mexíkó
1989: Camilo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
1986: Wole Soyinka, Nígeríu
1985: Claude Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
1983: William Golding, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1977: Vicente Aleixandre, Spáni
1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
1975: Eugenio Montale, Ítalíu
1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
1973: Patrick White, Ástrali fæddur á Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
1969: Samuel Beckett, Írlandi
1968: Yasunari Kawabata, Japan
1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
1960: Saint-John Perse, Frakklandi
1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
1957: Albert Camus, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
1953: Winston Churchill, Bretlandi
1952: François Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Russell, Bretlandi
1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Hermann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistral, Chile
1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
1932: John Galsworthy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
1929: Thomas Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Undset, Noregi
1927: Henri Bergson, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítalíu
1925: George Bernard Shaw, Írlandi
1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hamsun, Noregi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rolland, Frakklandi
1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi


Slepptu mér aldrei e. Kazuo Ishiguro

Leshringur í september.
Helga valdi bókina Slepptu mér aldrei  e. Kazuo Ishiguro.

"Slepptu mér aldrei er ein sú áhrifamesta skáldsaga sem fyrir augum mín hefur komið. Hún er svo mögnuð að gæsahúðin sprettur hvað eftir annað fram, þá ekki síst í lokasenum bókarinnar, sem eru óumræðilega sorglegar en einnig þrungnar þeirri fegurð, von og kærleika sem persónurnar bera í brjósti þrátt fyrir allt." (Sigríður Albertsdóttir, DV)

"Efnið og söguþráðurinn er bæði frumlegur og grípandi en það er líka eitthvað seiðandi við frásagnarháttinn í bókinni, stöðu barnanna, drauma þeirra og fjársjóði, hvernig þau verða fjölskylda hvert annars og örlög þeirra sem vekja allskonar tilfinningar hjá lesandanum. Þetta er bók sem mann dreymir og verður að ræða við einhvern að lestri loknum." (Brynhildur Björnsdóttir, Birta)

Ítarefni


Wuthering Heights

wuthering heights  Bók mai mánaðar er Wuthering Heights eftir  Emily Brontë.  Bókin kom fyrst út árið 1847, þýdd á íslensku fyrst árið 1951 af Sigurlaugu  Björnsdóttur undir nafninu Fýkur yfir hæðir og síðar árið 2006 af Silju Aðalsteinsdóttur. 

Sagan segir frá Heathcliff og Cathy sem alast upp saman á heiðum Yorkshire, örlögum þeirra og afkomenda þeirra. Sagan hefur margsinnis verið kvikmynduð, fyrst árið 1920.


Glataðir snillingar

Glataðir Snillingar

William Heinesen
føddur: 15/1-1900
deyður: 12/3-1991

 

 

Frá Íslandi og Grænlandi höldum við til Færeyja.  Laxnes þeirra Færeyinga er William Heinesen og verður ein þekktasta bók hans “Glataðir snillingar” (De fortabte spillemænd) bók apríl mánaðar.  Bókin kom út árið 1950 og var “týdd” af Þorgeiri Þorgeissyni árið 1984.   

Heinesen skrifaði á dönsku og stíllinn í bókinni er n.k.“mystisk realisme”

 Annars væri Heinesen sennilega ekkert hrifinn af því að vera líkt við Laxnes.  Eftirfarandi er úr viðtali sem Þorgeir Þorgeirsson átti við hann 1976:

 Og talið barst ófrávíkjanlega að Halldóri Laxness. Ég spurði:  
   - Hittust þið ekki einhvern tíma?  
   - Jú, einu sinni. Hann bjó þá í svítunni á Gullfossi, sem kom hér við á leið til  
Kaupmannahafnar. Og bauð mér til sín um borð.  
   - Og hvernig fór á með ykkur?  
  Nú kom löng þögn áður en William sagði:  
   - Assgoti sem það var góður stýrimaður á Gullfossi þá, ekki man ég hvað hann hét.  

 

http://da.wikipedia.org/wiki/William_Heinesen

http://www.abc-literature.dk/

http://www.centrum.is/leshus/leshus_007.htm


Mars 2007 / Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson

Ég valdi bókina Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson.  Ég hef ekki lesið hana en finnst hún spennandi. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fékk Bragi t.d. Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2004 fyrir þessa sögu.

Kveðja
Gulla

Hér má finna nokkrar greinar og umfjallanir um Samkvæmisleikir:
http://skruddur.blog.is/blog/itarefni/entry/152310 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband