Færsluflokkur: Bækur
15.10.2020 | 22:22
Myrkraverk á Styles-setri e. Agatha Christie
Myrkraverk á Styles-setri er fyrsta sakamálasaga Agöthu Christie. Bókin sló eftirminnilega í gegn þegar hún kom út árið 1920 og hefur síðan verið ein hennar vinsælasta bók og jafnan talin með hennar allra bestu sögum. Elías Mar þýddi.
Magnað plott / Sagan er í anda Agöthu Christie en þessi er jafnramt talin vera ein af hennar bestu. Sagan hverfist um Cavendish / Inglethorp fjölskylduna sem býr að Styles-setri en þar er gestkomandi Hr. Hastings, sem jafnframt er góðvinur Poirot. Morð er síðan framið og Poirot er strax kallaður til enda er hann í fríi í sama bæ. Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi klárlega hoppa upp í næstu lest ef ég myndir frétta af Poirot á næsta bæ fólk drepst í unnvörpumí kringum hann, karlangann.
Ég ætla ekki að fara nánar ofan í framvindu sögunnar en ég get þó sagt að hinn afar frægi lokafundur Poirot með hóp hinna grunuðu og fjölskylduvina á sér að sjálfsögðu stað í lok bókar þar sem hann opinberar snilli sína og segir frá hver morðinginn er. Yfirleitt er plottið stórkostlegt og það voru engir vankanntar hér á ferð- ég skil hreinlega ekki hvernig Christie datt þetta plott í hug. En jú, jú blessuninni tókst að skrifa eina heljarinnar spennubók sem var þar að auki full af furðulegum erkitýpum og skemmtilegum samtölum.
Sjá: https://lestrarklefinn.is/2019/05/27/mord-i-frii-poirot-leiklesinn-af-afa/
Dame Agatha Mary Clarissa Miller (fædd 15. september 1890 í Torquay Látin 12. janúar 1976 í Oxfordshire), betur þekkt sem Agatha Christie var enskur rithöfundur. Hún var þekkt fyrir glæpasögur sínar sem fjalla um breskar mið- og yfirstéttir. Þekktustu persónur hennar eru Hercule Poirot og Miss Jane Marple. Hún skrifaði einnig ástarsögur undir listamannsnafninu Mary Westmacott. Músagildran eftir Christie er það leikrit sem hefur verið sýnt oftast; 27.500 sýningar (2018).
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er Agatha Christie sá skáldsagnahöfundur sem selt hefur flestar bækur.
100 years on: exploring Agatha Christie's life and work
https://www.nationaltrust.org.uk/features/agatha-christies-life-and-work
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2020 | 08:51
Orðspor e. Juan Gabriel Vásquez
Söguhetjan er samviska þjóðar. Með pennann að vopni segir hann samfélaginu til syndanna. Hann er á hátindi ferils síns, fjórir áratugir af skínandi velgengni að baki, þegar hann fær örlagaríka heimsókn frá ungri konu.
Kólumbíumaðurinn Juan Gabriel Vásquez er einn virtasti höfundur Suður-Ameríku um þessar mundir. Honum hefur verið líkt við höfunda á borð við Ian McEwan og J.M. Coetzee. Hann hlaut hin virtu IMPAC-verðlaun árið 2014 fyrir hina stórgóðu bók The Sound of Things Falling.
-----------------
Skopmyndir dagblaða hafa lengi verið einn beittasti broddur gagnrýni á valdhafa um víða veröld. Flest eigum við líka okkar uppáhalds skopmyndateiknara, vitum nákvæmlega hvar teikningar þeirra eru í blöðunum okkar, og bíðum verka þeirra oft með óþreyju þegar mikið gengur á í samfélaginu. Góð skopmynd getur sagt meira en hundrað greinar eða fréttir því beitt háðið er afhjúpandi snjall skopmyndateiknari kemst í einni mynd og með örfáum orðum að kjarna máls.
Mallarino, aðalpersóna skáldsögunnar Orðspor eftir kólumbíska rithöfundinn Juan Gabriel Vásquez, er einmitt slíkur skopmyndateiknari. Goðsögn í lifanda lífi, dýrkaður og dáður af þjóð sem er langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum, siðblindum glæpamönnum og máttleysi lýðræðisins í landinu öllu. Mallarino á að baki glæstan feril en ekki alveg eins vel heppnað hjónaband eða fjölskyldulíf enda er vinnan honum köllun. Frægðin og valdið sem vinnunni fylgir er líka umtalsvert sætara en hann vill viðurkenna fyrir sjálfum sér.
Líf Mallarinos virðist í fyrstu vera nánast kyrralíf. Dagarnir fastmótaðir og hverfast utan um vinnuna frá degi til dags. En svo kemur að því að Mallarino á að hljóta opinbera upphefð, viðurkenningu frá valdinu til valdsins sem býr í hugarflugi hans og flugbeittum teiknipennanum og þá fer allt að breytast. Einföld saga um vinnusaman skopmyndateiknara tekur aftur og ítrekað óvænta stefnu, engu verður lengur treystandi og vald Mallarinos flýgur jafnvel út fyrir tíma og rúm allt þar til hann man framtíðina.
Orðspor býr yfir þeim heillandi eiginleika, sem stundum er að finna í frábærum bókum, að hún spyr langtum fleiri spurninga en hún svarar. Krefur lesandann í sífellu um afstöðu og sviptir svo undan honum fótunum. Rétt eins og góður skopmyndateiknari leikur Vásquez sér að tímasetningu og samhengi og veltir upp óvæntum flötum á valdinu, eðli þess og botnlausri þrá fyrir að næra sig, vaxa og dafna án þess að láta sig varða um afleiðingarnar. Valdinu sem býr yfir þeim eiginleika að muna fram í tímann og vera ekki eins og hið fátæklega minni sem leitar aðeins til baka.
Öll sú óvænta framþróun sem á sér stað innan sögunnar er einstaklega haganlega fléttuð og Vásquez mótar úr efniviði sínum einstaklega sjónræna og sterka heild án fyrirhafnar. Orðspor er fantavel skrifuð skáldsaga, stíllinn rismikill, jafnvel ljóðrænn og fallegur á köflum og þýðing Sigrúnar Á. Eiríksdóttur er vönduð og áreynslulaus. Þrátt fyrir að Orðspor sé verk sem er langt að komið þá á sagan ótvírætt erindi inn í íslenskt samfélag og umræðu og full ástæða til þess að gleðjast yfir sjóðheitum suður-amerískum sendingum til íslenskra lesenda.
1.9.2020 | 17:55
Leitin að svarta víkingnum e. Bergsveinn Birgisson
Einn leyndardómur íslenskra fornsagna eru örstutt brot um svartleitan mann sem þar bregður fyrir Geirmund heljarskinn.
Hann er sagður dökkur og ljótur, með mongólska andlitsdrætti af konunglegum uppruna, sagður göfgastur landnámsmanna og ríður um sveitir Íslands með áttatíu vígamenn, og á mörg stórbú þar sem hann heldur mörg hundruð þræla. En hver var Geirmundur heljarskinn? Af hverju er engin saga varðveitt af honum og af hverju hefur hann nánast fallið í gleymsku?
Hér tekur Bergsveinn Birgisson lesandann með sér í heillandi ferðalag um forna tíma og fjarlæg lönd en einnig á slóðir Geirmundar við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Með því að rýna ískjöl, fornleifar og nýta nýjustu tækni kviknar fortíðin til lífs og púslin raðast saman í spennandi frásögn, sem er skrifuð af þekkingu, skáldlegum innblæstri og stílgáfu.
Fyrsta útgáfa af Leitinni að svarta víkingnum kom út á norsku og hlaut frábærar viðtökur. Bergsveinn er doktor í norrænum fræðum og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svar við bréfi Helgu.
https://www.ruv.is/frett/svarti-vikingurinn-dreginn-fram-i-ljosid
https://www.visir.is/g/202099090d
10.5.2020 | 20:52
Sextíu kíló af sólskini e. Hallgrímur Helgason
Drengur sem bjargast fyrir kraftaverk hlýtur að eiga framtíð en það er eins og forlögin geti ekki gert upp við sig hver sú framtíð eigi að vera. Á hann að vera eftirlæti kaupmannsins á Fagureyri, þræll á framandi duggu eða niðursetningur hjá kotungum í Segulfirði?
Í stöðnuðu samfélagi torfaldar eru ekki fleiri möguleikar en svo kemur síldin! Öreigar landsins sjá peninga í fyrsta sinn og allt breytir um svip.
Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; hér segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Saga sem bæði grætir og gleður.
Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir bókina í flokki fagurbókmennta.
"Magnaður texti og rannsókn á þjóðareðli, þar sem veröld sem var er lýst af miklu listfengi. Hins vegar vantar skýrari kjarna, sterkari þráð í gegnum bókina alla lausu endarnir eru ansi margir." Stundin
https://www.ruv.is/frett/fjorugur-still-og-kroftug-nyskopun
https://www.ruv.is/frett/hvernig-island-for-ur-engu-i-eitthvad
https://www.ruv.is/frett/i-kapphlaupi-vid-timann-1
https://bokmenntagagnryni.is/bok/sextiu-kilo-af-solskini/
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2020 | 21:53
Fjallaverksmiðja Íslands e. Kristín Helga Gunnarsdóttir
Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Í bragganum er prjónað og bruggað, ruslað og eldað, elskað og dreymt, og boðskap Fjallaverksmiðjunnar er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt.
Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur hafa notið mikilla vinsælda og hlotið margs konar viðurkenningar. Ungmennabókin Vertu ósýnilegur Flóttasaga Ishmaels hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.
Hljóðbókin er 6 klukkustundur og 35 mínútur að lengd. Höfundur les.
RÚV: https://www.ruv.is/frett/2020/04/27/ungmenni-sem-berjast-fyrir-natturunni-af-hjartans-dad
Kiljan: https://www.ruv.is/frett/thad-tharf-ad-skrifa-svona-baekur-fyrir-krakka
Lestrarklefinn: https://lestrarklefinn.is/2020/01/31/hugsjonirnar-vonin-og-svo-raunveruleikinn/?
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2020 | 22:19
Glæpur við fæðingu e. Trevor Noah
Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku: Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn.
Trevor Noah (f. 1984) hefur vakið mikla athygli fyrir hárbeitta þjóðfélagsrýni í þættinum The Daily Show í Bandaríkjunum sem hann hefur stýrt frá árinu 2015. Hann er vinsæll uppistandari og má nálgast heimildarmyndir um hann á Netflix. Glæpur við fæðingu var valin ein besta bók ársins af helstu fréttamiðlum Bandaríkjanna þegar hún kom út. Kvikmynd er í bígerð.
Kvikmynd eftir bókinni er í bígerð og mun Lupita Nyong´o framleiða hana með Noah og leika móður hans.
https://lestrarklefinn.is/2019/09/06/afkvaemi-svarts-og-hvits-segir-sogu-sina/
https://www.ruv.is/frett/glaepur-vid-faedingu-trevor-noah
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2020 | 21:35
Lifandilífslækur e. Bergsveinn Birgisson
Árið er 1784 og Skaftáreldar hafa geisað á Íslandi í heilt ár. Í Kaupmannahöfn hittast ráðamenn til þess að ákveða hvað gera eigi við innbyggjara þessarar eyju arfakóngsins, hvort flytja skuli alla verkfæra Íslendinga til Danmerkur að vinna þar í verksmiðjum sem þarfnast vinnuafls. Að lokum er ákveðið að senda fulltrúa í alla landshluta að meta ástand þjóðarinnar áður en ákvörðun er tekin. Útsendari rentukammers til Strandasýslu er ungur háskólamaður af hálfíslenskum uppruna, Magnús Árelíus.
Magnús Árelíus er innblásinn af anda upplýsingarinnar og hlakkar til að mæla Ísland með sínum nýju mælitækjum, ekki síst vill hann komast á Cap Nord, Hornbjarg. En ferðalagið tekur óvænta stefnu þegar hann kynnist Íslendingum og kemst að raun um að raunveruleikinn er kannski flóknari en mælitæki hans segja til um sérstaklega norður á Ströndum. Þar sem Lifandilífslækur rennur.
Bergsveinn Birgisson er einn þekktasti og vinsælasti höfundur landsins eftir bækur eins og Leitin að svarta víkingnum og Svar við bréfi Helgu. Lifandilífslækur er saga um örlagatíma í lífi þjóðar sem talar beint inn í samtímann.
https://www.ruv.is/frett/lifandilifslaekur-bergsveinn-birgisson
https://bokmenntagagnryni.is/gagnryni/lifandilifslaekur/
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2020 | 21:33
Allt sundrast e. Chinua Achebe
Allt sundrast kom fyrst út árið 1958 og er talin höfuðrit afrískra bókmennta. Bókin var sú fyrsta í ritröð Heinemanns African Writers Series sem hefur átt mikinn þátt í að vekja athygli á afrískum bókmenntum í hinum vestræna heimi. Hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka.
Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Skáldsagan fagnar í ár 60 ára útgáfuafmæli og er útgáfa hennar á íslensku löngu tímabær. Hún markar upphafið á því þegar rithöfundar Afríkulanda hófu að segja sína sögu sjálfir en fram að því hafði hún verið skráð af vestrænu fólki.
Chinua Achebe (19302013) var einn merkasti rithöfundur Nígeríu og er oft talinn faðir afrískra nútímabókmennta. Hann er þekktastur fyrir Afríska þríleikinn sem samanstendur af skáldsögunum Things Fall Apart (Allt sundrast), Arrow of God og No Longer at Ease, sem segja sögu þriggja kynslóða frá upphafi nýlendutímans í Nígeríu til aukinnar þéttbýlismyndunar og hnignunar hefðbundinnar menningar. Hann skrifaði fjölmargar skáldsögur, ljóð, smásögur, ritgerðir og barnabækur.
Achebe hafði umsjón með útgáfu afrískra skáldverka í Ritröð afrískra höfunda hjá Heinemann-útgáfunni og starfaði sem háskólaprófessor í Bandaríkjunum. Chinua Achebe var gerður heiðursdoktor í yfir 30 háskólum víða um heim. Honum voru einnig veitt þjóðarverðlaun Nígeríu, sem eru æðsta viðurkenning landsins, auk þess sem hann hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin árið 2007 fyrir stórkostlegt ævistarf.
https://www.ruv.is/frett/allt-sundrast-chinua-achebe
https://kvennabladid.is/2018/05/14/svartur-i-sumarhusum/
https://www.youtube.com/watch?v=qrVwO6OeZiQ
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2019 | 20:39
Ég er að spá í að slútta þessu e. Iain Reid
Þú fyllist skelfingu. En þú veist ekki hvers vegna
Jake og kærasta hans heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ýmislegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu.
Ég er að spá í að slútta þessu er spennuþrungin og taugatrekkjandi saga um ökuferð sem endar með skelfingu. Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim og leikstjórinn Charlie Kaufman, sem tilnefndur hefur verið fjórum sinnum til Óskarsverðlauna, vinnur nú að stórmynd eftir sögunni. Skáldsaga ársins að mati Notable Books Council.
Bílferð sem sprengir öll mörk Hægt að lesa hana með hraði, gleypa, innbyrða í litlum bitum og lesa aftur og aftur. Fyens Stiftstidende
Þig langar til að hrópa: Forðaðu þér! Sögumaðurinn heyrir vel í þér. En hann lætur sem hann heyri ekki. The Independant
Snarpasta og frumlegasta bókmenntalega spennusaga sem skrifuð hefur verið í langan tíma. Chicago Tribune
Nýlega kom fyrsta skáldsaga kanadíska rithöfundarins Iain Reid út hjá Veröld í þýðingu Árna Óskarssonar.
Reid, sem búsettur er í Kanada, er yngri bróðir frú Elizu Reid forsetafrúar okkar. Reid hefur áður gefið út æviminningar sínar í tveimur bókum: A Year in the Life of an Over-Educated, Underemployed, Twentysomething Who Moves Back Home (árið 2010) og The Truth About Luck: What I Learned on my Road Trip with Grandma (árið 2013).
Ég er að spá í að slútta þessu er hins vegar fyrsta skáldsaga hans og kom hún út í heimalandinu árið 2016.
https://www.ruv.is/frett/lidur-eins-og-svarta-saudnum-i-fjolskyldunni
https://www.frettabladid.is/lifid/hnakkrifist-endi/
https://www.bokmenntaborgin.is/umfjollun/eg-er-ad-spa-i-ad-slutta-thessu-og-fyrir-fallid
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2019 | 19:30
Fléttan e. Laetitia Colombani
Þrjár konur, þrjú líf, þrjár heimsálfur. Alls staðar sama frelsisþráin.
Smíta á heima á Indlandi. Hún er ósnertanleg, af stétt hinna lægst settu, og leggur allt í sölurnar til að dóttir hennar þurfi ekki að lifa við sömu hörmungaraðstæður og hún sjálf. Í þeirri baráttu fórnar hún því sem henni er dýr mætast: hárinu.
Giulia á heima á Sikiley. Hún vinnur í hárkolluverksmiðju föður síns en þegar hann lendir í slysi kemst hún að því að fjölskyldufyrirtækið er gjaldþrota.
Sarah býr í Kanada. Hún er virtur lögfræðingur sem á mikilvæga stöðuhækkun í vændum þegar hún greinist með illvígan sjúkdóm.
Þessar konur eiga það eitt sameiginlegt að neita að gefast upp fyrir örlögum sínum og andstreymi. Þær ákveða að berjast fyrir sínu − og án þess að þær hafi hugmynd um fléttast lífsþræðir þeirra saman á óvæntan hátt.
Laetitia Colombani er kvikmyndaleikstjóri og leikkona. Fléttan, fyrsta skáldsaga hennar, vakti mikla athygli þegar hún kom út í Frakklandi árið 2017 og útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til 28 landa. Ólöf Pétursdóttir þýddi.
https://lestrarklefinn.is/2018/08/27/audleysanlega-fletta/
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)