Færsluflokkur: Bækur

Sæluvíma e. Lily King

saeluvima-300x429Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.

Sæluvíma (Euphoria) er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar.

Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð. Uggi Jónsson þýddi.

 

https://www.ruv.is/frett/mognud-innsyn-i-lif-astridufullra-visindamanna
https://www.ruv.is/frett/saeluvima-lily-king
https://lestrarklefinn.is/2018/07/19/astin-i-obyggdunum/


Blá e. Maja Lunde

Bla_72-300x429Hvað gerist ef vatnið hverfur? Áríðandi, áhugaverð og ógnvekjandi skáldsaga um áhrif umhverfisbreytinga.

2017: Signe er komin á sjötugsaldur þegar hún heimsækir æskustöðvarnar í Noregi. Þar blasa við umfangsmiklar virkjunarframkvæmdir, og hún siglir skelkuð á
braut til að hitta mann sem hún eitt sinn elskaði. Hún á við hann áríðandi erindi. Hún er ein um borð í skútunni sinni, sem heitir Blá – en neðan þilja geymir hún undarlegan farm.

2041: Aldarfjórðungi síðar er David á flótta norður eftir Frakklandi með lítilli dóttur sinni. Endalausir þurrkar hafa hrakið þau að heiman þar sem miskunnarlausir eldar geisa. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli langt úti í sveit og ótal spurningar vakna …

Maja Lunde er meðal þekktustu rithöfunda Noregs og lýsir hér í spennandi frásögn hörmulegum afleiðingum græðgi, hugsunarleysis og hroka. Blá hefur vakið verðskuldaða athygli og verið gefin út í fjölda landa. Ingunn Ásdísardóttir þýddi.

https://www.ruv.is/frett/bok-vikunnar-bla
https://lestrarklefinn.is/2019/05/13/fjarlaeg-framtid-en-samt-svo-nalaeg/


Í trúnaði e. Héléne Grémillon

I-trúnaðiEftir að Camille missti móður sína streymdu umslög með samúðarkveðjum inn um bréfalúguna. Eitt umslagið er þykkt og í því langt bréf sem fjallar alls ekki um móðurina. Þetta er dularfullt og nafnlaust bréf og Camille er ekki viss um að það sé ætlað sér. Bréfin halda áfram að berast og smátt og smátt afhjúpa þau gamalt leyndarmál, sem stendur Camille nær en hún hélt í fyrstu. Sagan gerist á miklum umbrotatímum í Frakklandi og fjallar um heitar ástir, sérstök örlög og svikin loforð.

https://kvennabladid.is/2013/11/05/i-trunadi/ 

 


Ljóðalestur

Ljóðalestur. Hver skrudda velur sér ljóðabók, annað hvort sína uppáhalds eða bara af handahófi og heldur síðan stutta kynningu á höfundi og ljóðabókinni fyrir okkur hinar og les upp ljóð úr bókinni sem þið teljið það besta, nú eða það versta! 


Ljúlí Ljúlí e. Guðrún Eva Mínervudóttir

ljuli-ljuliLjúlí Ljúlí er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Evu. Hún fjallar um unga menntaskólastúlku sem býr með föður sínum og fjórum vinum hans. Þessi litla fjölskylda er samheldin og innileg þar til stúlkan og einn af vinum föðurins hefja flókið og tilfinningaþrungið ástarsamband.

"Ljúlí, Ljúlí eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur er ákaflega skemmtileg saga eftir skemmtilegan rithöfund. Stíllinn er persónulegur og söguþráðurinn áhugaverður. Sagan fjallar um Sögu, unga menntaskólastúlku sem býr í furðulegri sambúð við föður sinn og fáeina bóhema vini hans í skrýtinni borg sem er kölluð í sögunni Reykjavík þótt ég kannist ekki við hana. Kannski fyrir sakir furðulegs uppeldis sker hún sig úr og á ekki beint marga vini, hún hefur ákveðið að taka sér ársfrí eftir að hafa klárað Hamrahlíðina á aðeins þremur árum, og á margt eftir á daga hennar að drífa.
Þetta er lífreynslusaga, svona saga um umskiptin frá því að vera unglingur yfir í að verða fullorðin. Hún byrjar í því sem næst forboðnu sambandi við einn listamanni, vin föður síns, þann sem er sífellt á heimili þeirra. Þá má segja að hún hafi verið ung og saklaus en umrótið byrjar, sem mótar hana mikið og breytir öllu verulega."
https://www.hugi.is/baekur/greinar/122149/ljuli-ljuli/


Ef þú vilt e. Helle Helle

Ef_Tu_viltÍ sögunni segir frá tveimur einstaklingum, karli og konu, sem fyrir tilviljun hittast úti í skógi þar sem þau hafa bæði verið skokka. Þau þekkjast ekkert og eru villt. Kunnuglegt minni úr fjölmörgum ævintýrum. Kannski má finna fleiri samlíkingar við gömul ævintýri í þessari sögu sem tekst í sínum óendanlega djúpa hversdagsleika að vera hörkuspennandi. Hvað gera tvær bláókunnugar manneskjur, áttavilltar úti í skógi þar sem símasamband er ekkert og aðeins með fáeina gúlsopa af vatni á plastflösku.

Þau hafa aldrei sést fyrr, hann er frá Sjálandi, hún frá Norður-Jótlandi, en nú eru þau bæði villt í stórum jóskum skógi. Myrkrið er að detta á þegar þau ramba á frumstætt skýli í skógarþykkninu. Þar láta þau fyrirberast um nóttina og langt fram á næsta dag.

Stíllinn er einfaldur, því Helle Helle hefur skorið burt allt sem þykir ofaukið. Þannig verður lesandinn – ef hann ætlar að túlka textann – að vera eins og atferlissálfræðingur sem ályktar um sálarástand fólks út frá gerðum þess, enda er stíll Helle Helle kallaður mínímalískt raunsæi. Eins og hjá danskri fyrirmynd Helle Helle, Herman Bang, virðist ekki mikið gerast í verkum hennar, söguhetjur hennar eru – eins og Bang lýsir þeim í eigin verkum – „kyrrlátar verur“ og er aðalpersónan alltaf kona. Í Ef þú vilt vildi Helle Helle ögra sjálfri sér með því að nota karlmann sem söguhetju. En jafnvel þó að sögumaðurinn sé karlkyns, er það engu að síður svo að smám saman verður tíu árum yngri, nafnlaus kvenpersóna hinn eiginlegi sögumaður.

"Allt virðist afar einfalt og hverdagslegt en undir yfirborðinu leynist drama sem lesandinn verður sjálfur að túlka og kalla fram."

Helle Helle er meðal fremstu samtímahöfunda í Danmörku en hefur fyrst núna verið þýdd á íslensku. Um er að ræða nýjustu bók hennar Ef þú vilt (da. Hvis det er) í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Helle Helle gaf út fyrstu bók sína 1993 – rétt eftir að hún útskrifaðist frá danska höfundaskólanum – en hefur síðan náð talsverðum vinsældum með sjö skáldsögum og tveimur smásagnasöfnum, hjá bæði lesendum og ritdómurum í Danmörku og erlendis.

Tvívegis hefur hún verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, síðast einmitt fyrir Ef þú vilt (2014), og í maí 2016 hlaut hún svokölluð stóru verðlaun dönsku akademíunnar. Þess má líka geta að þarsíðasta bók hennar, Dette burde skrives i nutid (2011), var árið 2014 þýdd yfir á ensku og fékk góða dóma, meðal annars í New York Times og The Guardian.

 

--------------

Skáldsagan Ef þú vilt eftir hina dönsku Helle Helle hefur sannarlega vakið athygli undanfarna daga en um hana hafa birst einstaklega jákvæðir dómar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.

Helle Helle var gestur á Bókmenntahátíð í fyrra en Ef þú vilt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs það ár. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina en þetta er fyrsta bók höfundar sem kemur út á íslensku.

Í dómi Fréttablaðsins gefur Magnús Guðmundsson bókinni fullt hús stiga, fimm stjörnur, og segir í niðurlagi: „Einföld bók sem lætur lítið yfir sér en er í raun hlaðin merkingu og dásamlegum vangaveltum um líf okkar, sambönd og einmanaleika.“ Auk þess segir hann Helle Helle skrifa „næman, stílhreinan og fallegan texta uppfullan af dönskum húmor eins og hann gerist bestur og tekst á við hluti sem við flest þekkjum úr okkar daglegu lífi. En á sama tíma gera bækur hennar kröfu til lesandans um að lesa af næmni og jafnvel áfergju og draga fram allt það sem undir liggur. Allt það sem er í lífi sem virðist slétt og fellt en er allt annað og meira.“ 

Í Morgunblaðinu gefur Anna Lilja Þórisdóttir bókinni fjóra og hálfa stjörnu:  „[Helle Helle] er afburða prósahöfundur, textinn er lágstemmdur, mínímalískur og hrífandi og skilar sér einkar vel á íslensku í afburðaþýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Bókin er eiginlega allt of fljótlesin og í bókarlok situr eftir löngun til að fá að vita meira, hvað skyldi gerast næst?“.

Það er því óhætt að mæla með Ef þú vilt, bók sem lætur lítið yfir sér í fyrstu en hreyfir á einstakan hátt við lesandanum.

http://hugras.is/2016/06/ef-thu-vilt/

https://www.norden.org/is/nominee/helle-helle-hvis-det-er


Tinnabækurnar e. Hergé

tinniTinnabækurnar eru oft sagðar sýna skoðanir höfundarins, Hergé, á mjög augljósan hátt. Sagt hefur verið um Tinna að hann hafi verið hetjan sem hinn unga Hergé hefði dreymt um að verða. En persónu Tinna mætti lýsa sem venjulegum manni sem kemur upp um vondu karlana og sigrast á öllum erfiðleikum. En þó Tinni sé næsta fullkominn, þá hafa samferðamenn hans flestir augljósa galla. Einkum á það við um hinn drykkfellda Kolbein kapteinn sem Tinni þarf oft að bjarga úr vandræðum. Mikið af vandræðunum sem Tinni lendir í eru framfærð og mótuð af skoðunum Hergé, og Tinni hefur samúð og hjálpar þeim sem skapari hans leit á sem hjálparþurfi.

Fyrstu bækurnar eru augljóslega mjög litaðar af heimssýn Hergé; þær eru t.d. á móti bæði Bandaríkjunum og Sovétríkjunum en fylgjandi nýlendustefnu Evrópu. Bækurnar voru, líkt og andinn í Belgíu á þeim tíma, mjög þjóðernissinnaðar. Þegar Blái Lótusinn kom út hafði stefna Hergé breyst nokkuð þar sem samúðin var með Kínverjum gegn Japönum og vesturlandabúum og afskiptum þeirra í Kína. Veldissproti Ottókars konungs er augljóslega á móti Nasistum en sögurnar sem fylgdu í kjölfarið voru hlutlausar þar eð Belgía var hersetin af Þjóðverjum. Þær bækur sem á eftir komu eru ekki mjög pólítískar, en í Tinna og Pikkarónunum verður Tinni fyrst beinn þátttakandi í atburðarás, ekki bara áhorfandi og rannsakandi. Þar tekur hann þátt í byltingu sem verður að teljast ansi pólitísk.


Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxness

sjalfstaett-folk_670x400Sjálfstætt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í fjórum bindum á árunum 1933-1935: Landnámsmaður Íslands, Skuldlaust bú, Erfiðir tímar og Veltiár. Seinna meir voru bindin sameinuð í eina bók og er sú bók nefnd Sjálfstætt fólk. Bókin er ein þekktasta íslenska skáldsagan, hún er kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sagan er jafnan talin tilheyra félagslegri raunsæisstefnu í bókmenntafræðum og má ætla að hún gerist á árunum 1899-1921 á Íslandi.

Sjálfstætt fólk, sem út kom 1934-35, er líklega sú bók Halldórs Laxness sem borið hefur hróður hans víðast.

Hún var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist hálf milljón eintaka af verkinu á aðeins tveimur vikum. Þegar sagan var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar árið 1997 sagði gagnrýnandi Washington Post í lok afar lofsamlegs dóms að þetta væru „gleðilegir endurfundir".

Sjálfstætt fólk segir frá kotbóndanum Bjarti í Sumarhúsum. Fyrsta tilhlaup Halldórs að einyrkjanum má segja að sé smásagan „Thordur i Kalfakot" er birtist á síðum danska blaðsins Berlingske Tidende árið 1920 og var sagan skrifuð á dönsku.

Sjálfstætt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Guðbjarti Jónssyni sem lætur gamlan draum rætast með því að kaupa lítið kot sem hann nefnir Sumarhús. Bjartur er loksins orðinn sjálfstæður maður eftir 17 ára vinnumennsku, sjálfs sín herra sem þarf ekki að sækja neitt til ókunnugra. Hann berst við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu allt til enda - ekki síst gagnvart fyrrum yfirboðurum sínum á Útirauðsmýri, hreppstjóranum og Rauðsmýrarmaddömunni. Hann færir fyrir sjálfstæðið óbætanlegar fórnir og gildir þá einu hvort í hlut eiga Rósa kona hans, Ásta Sóllilja eða aðrir honum nákomnir. Öllum hlutum sögunnar lýkur t.d. með því að Bjartur missir eitthvað og má segja að „veraldarstríð" hans kristallist í eftirfarandi tilvitnun: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu."

RÚV - http://www.ruv.is/frett/sjalfstaett-folk-halldor-laxness
Sjálfstætt fólk í stuttu máli - https://www.youtube.com/watch?v=Ms35kJbtj_M 


Jerusalem (1-2 hluti) e. Selmu Lagerlöf

jerusalem1Meðal frægra verka Selmu mætti nefna Jerúsalem (útg. 1901-1902), sem hún skrifaði eftir að hafa ferðast um Miðausturlönd með vinkonu sinni, Sophie Elkan.

Jerusalem is a novel by the Swedish writer Selma Lagerlöf, published in two parts in 1901 and 1902. The narrative spans several generations in the 19th century, and focuses on several families in Dalarna, Sweden, and a community of Swedish emigrants in Jerusalem. It is loosely based on a real emigration that took place from the parish of Nås in 1896.

Selma var fyrsta konan sem var tekin inn í Sænsku Akademíuna (Svenska Akademien) og fyrsta konan sem hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels, en hún tók við þeim árið 1909. Hún var auk þess fyrsti Svíinn sem þessi verðlaun hlaut.

Sænski rithöfundurinn Selma Lagerlöf fæddist þann 20. nóvember 1858 á bænum Mårbacka í Östra Ämtervik í Vermalandi. Hún ákvað ung að stefna að því að verða kennari og tók 23 ára gömul lán til þess að kosta sig til náms. Hún nam við Sjöbergs Lyceum för flickor og síðar nam hún við Högre Lärarinneseminariet í Stokkhólmi. Eftir kennarapróf flutti hún til Landskrona og starfaði þar sem kennari við Elementarskolan för flickor til ársins 1895. Selma gaf út sína fyrstu bók, Gösta Berlings saga, árið 1891, og varð á stuttum tíma heimsfræg. Þriðja skáldsaga hennar, útflytjendasagan Jerúsalem (1-2) kom út árin 1901-1902 og naut fljótlega mikillar hilli.Enn vinsælli varð þó sagan um Nilla Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð sem út kom 1906-1907. Selmu hlotnuðust margar viðurkenningar á starfi sínu sem rithöfundur um ævina. Hún hlaut gullverðlaun Sænsku akademíunnar árið 1904 og heiðursdoktor við háskólann í Uppsölum varð hún 1907. Árið 1909 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst Svía og kvenna. Síðar keypti hún bernskuheimili sitt að Mårbacka, en fjölskyldan hafði misst jörðina eftir andlát föður Selmu. Hún byggði upp jörðina af miklum myndarskap og rak þar búskap alla tíð, ásamt ritstörfunum. Selma Lagerlöf lést snemma morguns, 16. mars árið 1950 eftir viku veikindi og var grafin í kirkjugarðinum í Östra-Ämtervik.


Út í vitann e. Virginiu Woolf

utivitannÚt í vitann, eftir breska rithöfundinn Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta, einkum fyrir sakir nýstárlegs frásagnarmáta og sálfræðilegs innsæis. Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum og þar er það frú Ramsay sem stýrir fólkinu í kringum sig. Sagan er sögð í ljóðrænum og myndrænum stíl þar sem mikið fer fyrir hugrenningum persóna. Hér er á ferð sannkallað meistaraverk sem bókmenntaunnendur hljóta að hrífast af.

Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöfundum 20. aldar. Hún tilheyrði frægum bókmennta- og listahópi sem kenndur var við Bloomsbury í London. Meðal helstu skáldsagna hennar eru Út í vitann, Frú Dalloway og Orlando. Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála, en þetta er fyrsta skáldsagan eftir Woolf sem kemur út á íslensku. Bókin var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2014.

"Út í vitann (1927) er eitt af þekktustu verkum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Helga Kress þýddi frægasta verk Woolf, Sérherbergi, á íslensku 1983 en þýðing Vitans er frumraun Herdísar Hreiðarsdóttur sem stimplar sig nú rækilega inn. Woolf, sem var hörkufemínisti og langt á undan sinni samtíð, gerði margvíslegar tilraunir með módernisma í verkum sínum, .s.s. með að láta hugsanir persónanna flæða fram, söguþræði var gefið langt nef og atburðarásin hæg og óljós með þungum undirtóni. Stíllinn er lotulangur og flókinn og er þýðing Herdísar einstaklega vel af hendi leyst, vönduð og nákvæm."

Konur í karlaveldi – Út í vitann eftir Virginiu Woolf
Hér hefur lífið staðnæmst 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband