Færsluflokkur: Bækur
25.4.2018 | 19:52
Endir og upphaf e. Wislawa Szymborska
Endir og upphaf er ljóðabók eftir pólsku skáldkonuna Wislöwu Szymborsku í þýðingu Geirlaugs Magnússonar.
Í fréttatilkynningu segir að yrkisefni pólsku skáldkonunnar og nóbelsverðlaunahöfundarins (1996) Wislöwu Szymborsku séu oft heimspekilegs eðlis, hún hafi hvað eftir annað fengist við tímaþráhyggju mannsins, stöðuga leit hans að eðli veruleikans, ótta hans við hendinguna og spurninguna stóru; hver er ég í þessum heimi?
Yrkisefni pósku skáldkonunnar og Nóbelsverðlaunahöfundarins Szymborsku eru oft heimspekilegs eðlis, hún hefur hvað eftir annað fengist við tímaþráhyggju mannsins, stöðuga leit hans að eðli veruleikans, ótta hans við hendinguna og spurninguna stóru: Hvað er ég í þessum heimi.
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2018 | 22:45
Svo þú villist ekki í hverfinu hérna e. Patrick Modiano
Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öðrum sögum og smám saman færist lesandinn nær heildarmynd af því barni sem hann eitt sinn var, kjarna manneskjunnar.
Frakkinn Patrick Modiano (f. 1945) hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2014. Hann hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur þar sem tíminn og gleymskan móta líf persónanna. Modiano hefur verið kallaður Marcel Proust vorra daga enda er sköpunarkraftur minnisins miðlægur í höfundarverki hans. Stíllinn er ávallt einstaklega tær og einfaldur.
Sigurður Pálsson þýddi.
Svo þú villist ekki (...) - Patrick Modiano | RÚV
Heiðarleg tilraun til þess að villast
Jean Daragane er miðaldra rithöfundur sem ver dögum sínum í íbúð sinni í París í einhvers konar sjálfskipaðri útlegð eða einangrun frá umheiminum. Einangrun Daragane frá umheiminum og liðinni tíð sinna eigin daga er slík að hann strögglar við að muna innihald eigin verka. Þessar látlausu og að því er virðist einföldu aðstæður marka sviðið í upphafi skáldsögunnar Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, eftir Patrick Modiano.
"En dag einn breytist allt. Kyrrlátri og allt að því horfinni veröld í gleymskunnar dái er raskað þegar Daragane fær upphringingu frá smákrimmanum Ottolini sem hefur fundið adressubók höfundarins á glámbekk. Veröld Daragane er raskað þegar nöfn og símanúmer úr fortíðinni brjóta sér leið inn í vitund höfundarins einangraða og vekja með honum löngu gleymda eða bælda atburði úr forvitnilegri fortíð. Og rithöfundurinn Jean Daragane hefur leit að liðnum tíma í anda Proust. Skref fyrir skref. Minningabrot fyrir minningabrot rammvilltur í eigin lífi. Lífi sem er í senn einangrað, forvitnilegt og á einhvern óræðan hátt svo sammannlegt og heillandi. Það er engu líkt að ráfa um villtur í fortíð og lífi Jean Daragane." http://www.visir.is/g/2015151029620
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2018 | 22:34
Mamúska: saga um mína pólsku ömmu e. Halldór Guðmundsson
Hlýleg og skemmtileg frásögn af óvenjulegri vináttu manns frá Íslandi og gamallar konu úr miðri Evrópu.
Hún var fædd í rússneska keisaradæminu og ólst upp á sveitabýli við kröpp kjör. Síðar fluttist hún til Vilníus, atti kappi við fegurstu konu heims um einn ríkasta piparsveininn á svæðinu og flúði með honum til Frankfurt í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldar. Þar opnaði hún veitingastaðinn sinn og eldaði ævintýralega rétti. Hróðurinn af stórkostlegum veislum hennar barst víða og dró að sér gesti, fræga sem ófræga.
Halldór Guðmundsson fór um árabil til Frankfurt á bókasýningu og heimsótti alltaf Mamúsku á veitingastaðinn hennar. Þau urðu góðir vinir og hún bauðst til að gerast amma hans. Hann vildi heldur fá að skrásetja viðburðaríka ævi hennar. En það getur reynst þrautin þyngri að skrifa ævisögu konu sem alltaf hefur viljað ráða því sjálf hvað er á matseðlinum
Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Halldórs Laxness.
Fóstra íslenskra snillinga í Frankfúrt
"Lítil falleg bók en innihaldsrík. Þetta er að nafninu til ævisaga gamallar konu sem Halldór Guðmundsson rithöfundur (með meiru) kynntist í heimsóknum sínum til Frankfurt á ferðum sínum þangað á bókamessu. Þar kynnist hann veitingakonunni sem hann sem hann borðaði hjá á afar sérstökum veitingastað. Þótt þessi vinátta hefði staðið um um árabil vissi hann lítið um þessa konu og loks ákvað hann grafast fyrir um hver var konan á bak við þá litríku hressu konuna sem eldaði afburðagóðan mat og kunni að skapa andrúmsloft sem laðaði að litríkt fólk.
Í raun eru þetta tvær sögur. Annars vegar er saga konunnar sem rekur veitingastaðinn Rauðu akurliljuna og hins vegar er hörmungasaga þjóðanna sem búa við botn Eystrasaltsins. Það er ótrúlegt hvað yfir þessar þjóðir hefur hefur dunið. Þegar þjóðlönd takast á í stríði er það fólkið sem líður. Saga þessara átaka er svo flókin og margslungin að það er oft erfitt að halda áttum. En Halldór rekur þessa sögu skilmerkilega, auk þess er frábært kort í bókinni." https://bergthoraga.blog.is/blog/bergthoraga/entry/2175089/
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2017 | 18:37
Furðulegt háttalag hunds um nótt e. Mark Haddon
Kristófer Boone er fimmtán ára strákur með einhverfuröskun. Hann er góður í stærðfræði og aðdáandi Sherlock Holmes en á erfitt með að skilja annað fólk og ýmislegt sem það gerir. Þegar hann rekst á hund nágrannans rekinn í gegn með garðkvísl ákveður hann að finna morðingjann og skrifa leynilögreglusögu um leitina. En verkefnið vindur upp á sig og á endanum leysir Kristófer allt aðra og miklu stærri gátu en hann ætlaði sér. Furðulegt háttalag hunds um nótt er einstök skáldsaga sem lætur engan ósnortinn. Hún hlaut öll helstu bókmenntaverðlaun Bretlands árið sem hún kom út, bæði í flokki barnabóka og skáldsagna fyrir fullorðna, meðal annars hin virtu Whitbread-verðlaun.
"Kristófer er einstakur drengur og eins og margt fólk sem er öðruvísir en aðrir hefur hann fengið þá sérstöku náðargáfu að geta reiknað ótrúlegar erfiðar stærfræðiþrautir í huganum. Kristófer hefur búið sér til sinn leik í sínum hugarheimi sem gengur út á það að í skólabílnum á morgnana telur hann bíla eftir litum og hefur hver litur og fjöldi einhverja þýðingu. Ef hann sér þrjá rauða bíla í röð verður dagurinn góður en ef hann telur fjóra rauða bíla í röð verður dagurinn sérlega góður. Aftur á móti ef hann telur fjóra gula bíla í röð verður svartur dagur."
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2017 | 18:16
Spámennirnir í Botnleysufirði e. Kim Leine
Nýlendustöðin Sykurtoppur, Vestur-Grænlandi, árið 1793.
Konu er spyrnt fram af hengiflugi svo hún hrapar til bana. Kristniboðinn Morten Falck er illa farinn á sál og líkama og efast um sjálfan sig og köllun sína. Hann vill umfram allt komast burt en óttast að verða sendur heim í hlekkjum. Grænlenskur aðstoðarprestur hans tekst á við sorg sína og reiði. Kaupmaðurinn hefur tögl og hagldir í nýlendustöðinni en undir kraumar óvild milli heimamanna og nýlenduherranna.
Inni í Botnleysufirði hafa kristnir Grænlendingar sagt sig úr lögum við Danaveldi undir forystu spámannanna Habakúks og Maríu Magdalenu. Þau hafa fundið sinn eigin sannleika og láta sig dreyma um frelsi, jafnrétti og bræðralag, þótt langt sé til byltingarborgarinnar Parísar.
Skáldsagan Spámennirnir í Botnleysufirði er lauslega byggð á sönnum atburðum í dansk-norska konungsveldinu í lok átjándu aldar. Söguefnið spannar mannlíf höfuðborgarinnar einsog það blasir við norskum guðfræðinema. Nýlendubyggðir Grænlands með sínum öfgum og endemum, sjómannslíf á langferðum, sveitir Noregs og logandi stræti brunans mikla í Kaupmannahöfn árið 1795. Kynngimögnuð frásögnin og einstakur stílgaldur Kims Leine tryggðu honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013.
Þessi margverðlaunaða dansk-grænlenska saga hefur komið út víða um heiminn og birtist nú íslenskum lesendum í frábærri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
Kim Leine er danskur rithöfundur, fæddur 1961. Hann er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur á Grænlandi árum saman. Fyrsta skáldsaga Leines, Kalak, kom út árið 2007. Í kjölfarið fylgdu Valdemarsdag, 2008, og Tunu, 2009. Spámennirnir í Botnleysufirði litu svo dagsins ljós árið 2012 og fyrir hana hlaut Leine m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 22:57
Sjóveikur í München e. Hallgrímur Helgason
Ó, hvað það var vont að vera ungur! Hreinn sveinn í óhreinum heimi. Fangi eigin kynslóðar. Þræll í hlekkjum tímans. Og sjálfið eins og óframkölluð mynd í köldum vökva. Köldum, dimmum, vodkaskotnum vökva.
Hér gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðurlands og móðurhúsa. Eftir þá róttæku ákvörðun að helga sig myndlist tekur hann enn róttækari ákvörðun um að hætta í Myndlista- og handíðaskólanum og skráir sig haustið 1981 til náms í Listaakademíunni í München af öllum borgum. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar.
Hann tekst á við hræringar í eigin huga, lýsir þeirri ólgu sem gerjast innra með honum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, um leið og hann reynir að botna í sjálfum sér. Beinskeyttur stíll höfundar, skörp hugsun og húmor gera bókina ekki einungis skemmtilega aflestrar heldur einnig afar áhrifamikla.
Druslubækur og doðrantar / Münchenarblús
Ömurlegt að vera ungur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 22:47
Stúlkan frá Puerto Riko og Næstum fullorðin e. Esmeralda Santiago
Hún heitir Esmeralda, kölluð Negi, og er frá Púertó Ríkó. Hún býr í kofa í litlu þorpi ásamt foreldrum og sjö systkinum og kynnist ung harðri lífsbaráttu. Undir brennheitri sól horfir hún á fólkið í kringum sig og þyrstir í að skilja allt og meðtaka. Hún lærir að lifa af, hvort sem það er fátækt, fellibyljir eða heiftúðug rifrildi foreldranna. Hún lærir líka að meta uppruna sinn, njóta anganar mangótrjánnna, kryddilmsins úr eldhúsi mömmu og verða þátttakandi í ástríðufullum ljóðaáhuga pabba síns. Skyndilega breytist allt. Negi flyst ásamt móður sinni til Bandaríkjanna. Í stórborginni New York eru önnur hljóð, annars konar lykt, aðrar reglur. Þrettán ára Púertó Ríkó stelpa þarf að fóta sig í nýrri menningu, læra nýtt tungumál finna sjálfa sig á nýjan leik. Höfundurinn Esmeralda Santiago deilir hér með okkur þroskasögu sinni, hver hún var og hver hún er. Á magnaðan og seiðandi hátt lýsir hún uppvexti sínum hjá litríkri fjölskyldu í sorgum og sigrum. Þetta er fyrsta bók höfundar sem síðan hefur sent frá sér fleiri sögur sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda.
Esmeralda Santiago er frá Púertó Ríkó og er nýflutt til New York. Líf hennar utan veggja heimilisins er kærkomin hvíld frá baslinu í tveggja herbergja íbúð í Brooklyn, kröfuharðri móður og ört stækkandi systkinahópi. Töfrar og tækifæri borgarinnar heilla og Esmeröldu dreymir um að gera nokkuð sem enginn í fjölskyldu hennar hefur gert áður - að mennta sig. Hún fær inngöngu í virtan sviðslistaskóla á Manhattan, leikur Kleópötru í leiksýningum, dansar salsa um nætur og eygir von um annað líf, frægð og frama.
Esmeralda aðlagast nýju umhverfi fljótt en krafan um að hún sé trú uppruna sínum er sterk og togstreitan eykst. Hún berst fyrir sjálfstæði sínu og að losna undan verndarvæng móður sinnar sem sér hættur á hverju götuhorni og í augnatilliti hvers karlmanns.
Bókin er sjálfstætt framhald Stúlkunnar frá Púertó Ríkó sem kom út 2014.
Hér heldur höfundur áfram að segja þroskasögu sína og lýsa uppvexti sínum á magnaðan og seiðandi hátt. Esmeralda Santiago deilir með okkur minningum sínum sem veita einstaka innsýn í líf ungrar konu í New York sjöunda áratugarins.
Leiftrandi frásagnargáfa Esmeröldu heldur lesandanum hugföngnum. Ljóslifandi minningabók sem erfitt er að leggja frá sér og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Herdís Magnea Hübner íslenskaði.
Santiago er þekktust fyrir endurminningabækur sínar sem meðal annars fjalla um þá reynslu að tilheyra tveimur löndum, en sjálf fæddist Santiago á Puerto Rico og fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hún var þrettán ára. Tvær endurminningabókanna hafa verið gefnar út á íslenskri þýðingu, Stúlkan frá Púertó Ríkó (2014) og Næstum fullorðin (2016).
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2017 | 17:10
Raddir úr húsi loftskeytamannsins e. Steinunni G. Helgadóttir
Verkið er samansafn smásagna sem gerast á ólíkum tíma. Sögusviðið virðist spanna allt frá fortíð, nútíð og inn í framtíð.
Ungur maður ætlar að leita uppi ellefu hálfsystkin sem öll eru fædd á sama árinu, ástfælinn bóksali gengur aftur og fylgist með nýjum lesendum, ólíkar systur reka saman sjoppu í Þingholtunum á meðan óreglumenn krunka sig saman á nýju tilvistarsviði.
Einmana loftskeytamaður er í sambandi á öldum ljósvakans en skrifar skáldverk þess á milli. Hann fyllist tortryggni þegar aðrir rithöfundar eru á yfirskilvitlegan hátt á undan honum að koma út bókum hans. Með aðstoð vísindanna tekst honum að snúa vörn í sókn.
Steinunn G. Helgadóttir myndlistarkona hefur getið sér gott orð fyrir ljóðabækur sínar. Hér segir hún sögur loftskeytamannsins og fangar jafnframt íslenskan veruleika í fortíð, nútíð og framtíð.
"Að lesa bókina er á köflum eins og að losa flækta jólaseríu."
haganlega fléttuð bók þar sem söguþræðir eru spunnir sundur og saman á heillandi hátt
Þetta er mjög falleg bók og greinilegt að höfundurinn hefur vandað til verka. Stíllinn er léttur og auðlesinn, myndirnar skýrt dregnar af höfundi sem ekki fer á milli mála að er myndlistarkona líka, persónurnar heillandi og sögurnar þeirra geta af sér nýjar sögur í huga lesandans. Þessa bók má lesa hægt, fletta fram og til baka og fá þannig dýpri skilning á persónum, framvindu og jafnvel sínu eigin lífi.
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Vísir: Samskipti í gegnum loftbylgjur
RÚV: Sögur og tengingar á milli þeirra
Bókmenntaumfjöllun: Sögur, sagnir og samtöl
Sögurnar í sögunni
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2017 | 22:29
Praxis e. Fay Weldon
Hrífandi, átakanlcg, ögrandi
PRAXIS. Saga sem ýtir við lesandanum, til hrifningar og hneykslunar. Bók sem hefur farið um allar Jarðir og hlotið mikið lof Sagan var lesin í íslenska útvarpinu í sumar og stóð ekki á viðbrögðum: fólk var ýmist bergnumið eða stórhneykslað. PRAXIS er bók sem skiptir máli, bók sem þú verður að lesa
allklúr og blautleg og hin mesta saurlífssaga - Þegar miðdegissögur komu fólki í tilfinningalegt uppnám.
Praxis, the British writer Fay Weldon tells us, is Greek for action, turning point, and orgasm, and Praxis Duveen's long life includes a generous supply of all those things. At present old, poor, barely able to hobble about her basement apartment and to scribble these memoirs, Praxis has been at various times Willie the student's common-law drudge, a prostitute, Ivor the businessman's suburban doll-wife, Philip the film maker's glamorous working wife, mother of two, stepmother of three, a highly paid copywriter of ads glorifying the stay-at-home wife and a famous feminist leader. She has committed adultery, incest and infanticide, for which last she spent two years in jail. She has been raped. As a child she was the horrified witness of her father's violence, her mother's madness. In fact, into these 251 pages Fay Weldon has managed to cram at least one instance of just about every kind of manipulation and aggression that men use to get women where they want them, and just about every nuance of guilt and passivity that keeps women there.
Praxis focuses on a character who rarely exercises her Free Will.
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2017 | 17:53
Bókmennta- og kartöflubökufélagið e. Mary Ann Shaffer og Annie Barrows
Bókmennta- og kartöflubökufélagið (e. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society) er fyrsta og eina bók Mary Ann Shaffer. Shaffer lést áður en hún lauk við bókina en að beiðni hennar lauk frænka Shaffer, Annie Barrows, við bókina.
Bókin er skrifuð í formi bréfa og gerist árið 1946. Juliet Ashton er ungur rithöfundur í leit að efni í bók þegar hún fær bréf frá ókunnugum manni. Maðurinn er enginn annar en formaður Bókmennta- og kartöflubökufélagsins í Guernsey og hefur fyrir tilviljun eignast bók sem áður var í eigu Juliet. Forvitni Juliet á þessu félagi er vakin og hún ákveður að kynnast fleiri meðlimum félagsins. Hún endar á því að kynnast ekki aðeins fólkinu, heldur lífinu, ástinni og sorgunum á eyjunni Guernsey, sem er undir þýsku hervaldi, og finnur einnig vináttu sem á engan sinn líka.
... Bréfin lýsa mannlegum tilfinningum án þess að vera yfirþyrmandi. Ástandinu er lýst svo lifandi að lesandinn lifir sig inn í söguþráðinn. Fram kemur hversu fólk er ólíkt og gaman að bera saman álit mismunandi persóna á sama einstaklingnum. Einn bréfritarinn hefur viðkomandi upp á háan stall en annar segir hann vera óverjandi og ómerkilegan þjóðfélagsþegn. Við kynnumst því hvernig það er að lifa í hernumdu landi og hvað fólkið gerir til að gera lífið bærilegra þar sem útgöngubann og vöruskortur eru daglegt brauð.
Ástin blómstrar þrátt fyrir allt og jafnvel milli einstaklinga úr báðum liðum en það gerir lífið enn flóknara. Lesendur kynnast því að óvinurinn er líka mannlegur, til dæmis er sagt frá því að matur var óvart skilinn eftir á auðfundnum stað. Gott fyrir okkur í eyðsluþjóðfélaginu að lesa um það sem staðreynd að ein kartafla skipti máli í máltíð dagsins.
Sagan er bæði sorgleg og fyndin og svo er sögulegi vinkillinn mjög áhugaverður.
Sjá grein í MBL og heimasíðu bókarinnar.