Færsluflokkur: Bækur

Fátækt fólk e. Tryggva Emilsson

Fataekt_folk-175x286Fátækt fólk, fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns, vakti mikla athygli og umtal þegar bókin kom út árið 1976 – fyrir fádæma orðsnilld, persónusköpun og stíl en þó fyrst og fremst fyrir þá sögu sem þar var sögð.  Söguna af fátæku fólki á Íslandi fyrir tíma almannatrygginga; þegar hægt var að taka björgina frá barnmörgu heimili vegna þess að kaupmaðurinn þurfti að fá sitt; þegar litlum börnum var þrælað út í vist hjá vandalausum; þegar sjálfsagt þótti að senda hungrað barn gangandi tvær dagleiðir í vondu veðri til að reyna að fá úttekt í versluninni.

Frásögn Tryggva af uppvexti sínum, móðurmissi og vondum vistum snemma á síðustu öld hefur engu glatað af styrk sínum og töfrum og á ef til vill ennþá brýnna erindi við okkur nú en þegar hún kom fyrst út. Þorleifur Hauksson hafði umsjón með útgáfunni og ritaði formála.

Tryggvi Emilsson verkamaður og rithöfundur fæddist 20.október 1902 í Hamarkoti, litlu bændabýli fyrir ofan Oddeyri á Akureyri, fimmta barn foreldra sinna af átta. Hann gaf út fáein skáldverk í bundnu og óbundnu máli en það er ævisagan sem mun halda nafni hans á lofti meðan íslenska er töluð og lesin.

Sannleikurinn er einfaldlega sá að þessi bók er alveg sérstök … hún er ein merkasta og áhrifamesta ævisaga sem skrifuð var hér á landi á 20. öld. …Frásagnargáfa höfundar er slík að lesandinn gengur inn í verkið og fylgir hinum unga, hungraða dreng sem þarf alltof oft að takast á við ömurlegt umhverfi og óvinveitt fólk. Og einhvern veginn virðist þessum gáfaða dreng hafa tekist að varðveita svo fjarska vel mennskuna í sjálfum sér, þrátt fyrir að hafa verið í eymdinni miðri. …   Þetta er tímalaus bók og gæði hennar eru slík að hún mun standast alla tískustrauma. Hún er eilífur minnisvarði um lífsbaráttu fátæks fólks.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið


Náðarstund e. Hannah Kent

Nadarstund-175x283Árið 1829 bíður kona aftöku sinnar á norðlenskum sveitabæ. Agnes Magnúsdóttir hefur verið dæmd til dauða ásamt tveimur ungmennum fyrir hrottalegt morð á elskhuga sínum og öðrum manni. Henni er komið fyrir hjá hreppstjóranum á meðan beðið er eftir dómi Hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Heimilisfólkið óttast hana og forðast; enginn sýnir henni skilning nema ungur aðstoðarprestur sem hefur verið falið að búa hana undir dauðann. Í samtölum þeirra og upprifjunum Agnesar opinberast smátt og smátt harmsaga hennar, ást hennar á Natani Ketilssyni og aðdragandi skelfingarnæturinnar á Illugastöðum.

Hannah Kent var 17 ára skiptinemi í Skagafirði þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur. Í Náðarstund dregur hún upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum. Náðarstund er fyrsta skáldsaga Kent og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Áströlsku bókmenntaverðlaunin. Jón St. Kristjánsson þýddi.

Kiljan / Náðarstund - viðtal við Hannah Kent og gagnrýni


Appelsínustelpan e. Jostein Gaarder

bok01926Ný unglingasaga eftir Jostein Gaarder. Appelsínustelpan er yndisleg saga um lífið og ástina. Georg er fimmtán ára strákur sem býr með móður sinni, stjúpa og hálfsystur. Faðir Georgs dó úr krabbameini þegar hann var fjögurra ára. Hann man því frekar lítið eftir honum. Dag einn þegar hann kemur heim úr skólanum bíða afi hans og amma eftir honum með bréf sem þau fundu í gömlum barnavagni. Bréf þetta er þykkt og það sem meira er þá reynist það vera frá pabba hans.

Það tekur hann langan tíma að lesa bréfið og hann fer líka að skrifa niður sínar tilfinningar og þannig fléttast saga þeirra feðga saman. Bókin er stundum ansi tilfinningahlaðin en það skemmir hana ekki. Þetta er bæði ljúf ástarsaga og umfjöllun um lífið og dauðann sem bíður ógnandi á næsta leiti.


„Sagan er grípandi og heldur lesandanum föngnum. Hin áleitna meginspurning, sem pabbinn vill fá drenginn sinn til að hugsa um og höfundur vill fá lesendur einnig til að íhuga er: Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Menn hafa spurt og pælt í þeirri gátu frá árdögum manna. Aristóteles glímdi við hana, sjáendur Gamla testamentisins einnig. Jesús Kristur vann með þá spurningu með ýmsu móti og við komust ekki undan því að svara henni eða bregðast við henni með einu eða öðru móti, jafnvel þó við viljum ekki horfast í augu við hana eða svara.

Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Og tengdar spurningar eru: Ef lífið er stutt er það ekki líf sem vert er að lifa? Hvað þarf maður, að hafa lifað til að maður sé sáttur við líf sitt? Er stutt líf minna virði en það sem er langt og jafnvel ekki þess virði að lifa því?“

Meira ...


Frönsk svíta e. Irène Némirovsky

Fronsk_svita1Frönsk svíta gerist á átakatímum í Frakklandi og lýsir því mikla umróti sem varð eftir innrás Þjóðverja sumarið 1940. Öll þjóðin þarf að kljást við upplausnarástand: Elskhugar láta ástkonur sínar lönd og leið, broddborgarar neyðast til að umgangast lágstéttarfólk, særðir og dauðvona eru skildir eftir á bóndabæjum. Smátt og smátt sölsar óvinaherinn undir sig landið. Hernámið fyllir fólk gremju og margt sem áður kraumaði undir niðri kemur upp á yfirborðið…

Frönsk svíta er mögnuð og ljúfsár lýsing á þróuðu samfélagi í upplausn og og hvernig lágkúra fólks og göfuglyndi afhjúpast við þær aðstæður, óháð stétt og stöðu. Bókin er af mörgum talin meistaraverk enda hefur hún verið þýdd á um fjörtíu tungumál, hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og víða orðið metsölubók.

Höfundur bókarinnar, hin franska Irène Némirovsky, hugðist skrifa framhald eftir því hvernig stríðið þróaðist en var sjálf handtekin af nasistum og lést í Auschwitz árið 1942. Handritið að Franskri svítu komst ekki í hendur útgefanda fyrr en rúmum sextíu árum síðar, eða árið 2004. Dætur Irène varðveittu handritið allan þennan tíma en þær björguðu því naumlega á sínum tíma á flótta undan nasistum.

Meira: Frönsk svíta


The Ladies' Paradise e. Émile Zola

EmileZola1The Ladies Paradise (Au bonheur des dames)(Ladies’ Delight) is a compelling story of ambition and love set against the backdrop of the spectacular rise of the department store in 1860s Paris. Octave Mouret is a business genius who transforms a modest draper's shop into a hugely successful retail enterprise, masterfully exploiting the desires of his female customers and ruining small competitors along the way. Through the eyes of trainee salesgirl Denise we see the inner workings of the store and the relations and intrigues among the staff, human dramas played out alongside the relentless pursuit of commercial supremacy.

Au Bonheur des Dames is the eleventh novel in the Rougon-Macquart series by Émile Zola.

Meira um bókin á Wikipedia 

Émile Zola (1840-1902) was the leading figure in the French school of naturalistic fiction. His principal work, Les Rougon-Macquart, is a panorama of mid-19th century French life, in a cycle of 20 novels which Zola wrote over a period of 22 years. Meira um Émile Zola

 

... Baudu's drapery store Vieil Elbeuf, as moribund; a sour, icy, dank, ugly and lifeless environment, and satirizes its business formula: "not to sell a lot but to sell it dear". In contrast, the new paradise of the department store is a beacon of life: "It was like a riot of colour, a joy of the street bursting out here, in this wide open shopping corner where everyone could go and feast their eyes." Umfjöllun í Penguin Classics newsletter 


Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

verðlaun voru veitt í þremur flokkum:

  • í flokki fagurbókmennta, Ófeigur Sigurðsson fyrir skáldsöguna Öræfi,
  • í flokki barna- og ungmennabóka, Bryndís Björgvinsdóttir fyrir Hafnfirðingabrandarann
  • í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, Snorri Baldursson fyrir Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar.

Spurningar sem varða sjálfsmynd okkar

Í rökstuðningi fyrir veitingu verðlaunanna segir meðal annars um Öræfi Ófeigs Sigurðssonar: „Í kraftmiklum texta þar sem skiptist á fjarstæðukennt skop og römm alvara, kostuleg uppátæki og harmræn sýn á líf Íslendinga gegnum aldirnar, tekst höfundurinn á við þær spurningar sem blasa við Íslendingum á nýrri öld og varða sjálfsmynd okkar, virðingu fyrir sögu okkar og menningu og umgengni okkar við íslenska náttúru og þá ógn og ægifegurð sem í henni býr.“

Hér fyrir neðan má sjá allar þær bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna í ár.

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagurbókmennta:

  • Guðbergur Bergsson: Þrír sneru aftur (JPV útgáfa).
  • Gyrðir Elíasson: Koparakur (Dimma).
  • Kristín Eiríksdóttir: Kok (JPV útgáfa).
  • Ófeigur Sigurðsson: Öræfi (Mál og menning).
  • Þórdís Gísladóttir: Velúr (Bjartur).

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki barna- og unglingabóka:

  • Ármann Jakobsson: Síðasti galdrameistarinn (JPV útgáfa).
  • Bryndís Björgvinsdóttir: Hafnfirðingabrandarinn (Vaka-Helgafell).
  • Eva Þengilsdóttir: Nála – riddarasaga (Bókaútgáfan Salka).
  • Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn: Fuglaþrugl og naflakrafl (Vaka-Helgafell).
  • Þórarinn Leifsson: Maðurinn sem hataði börn (Mál og menning).

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

  • Björg Guðrún Gísladóttir: Hljóðin í nóttinni (Veröld).
  • Eggert Þór Bernharðsson: Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970 (JPV útgáfa).
  • Pétur H. Ármannsson ritstýrði: Gunnlaugur Halldórsson – Arkitekt (Hið íslenska bókmenntafélag).
  • Snorri Baldursson: Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar (Forlagið og Bókaútgáfan Opna).

 


Minnisbók e. Sigurð Pálsson

minnisbokÍ Minnisbók sinni rekur Sigurður Pálsson skáld minningar sínar frá Frakklandi á árunum 1967 –1982. Hann kemur til Parísar á miklum óróa- og uppreisnartímum, nítján ára nýstúdent og prestssonur að norðan, og hefur nám í frönsku og síðar leikhúsfræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskóla. Heim fer hann fullmótað skáld að námi loknu.

Minnisbók einkennist af frásagnargleði, einlægni og ljúfsárum tilfinningum. Þetta er fyndin og töfrandi lýsing á tíðaranda, aldarspegill mikilla umbrota í vestrænni sögu. Maí ´68, Janis, Jim og Jimi, Montparnasse, Gata Meistara Alberts, Listaskáldin vondu … Ótalmargar persónur skjóta upp kollinum, sumar heimsþekktar, aðrar óþekktar og jafnvel nafnlausar, en allar dregnar skýrum dráttum.

Sigurður Pálsson er fæddur 1948 á Skinnastað. Hann varð stúdent frá MR 1967 og stundaði nám við Sorbonne 1968–1974 og 1978–1982. Um langa hríð hafa ritstörf og þýðingar verið aðalverksvið Sigurðar þótt hann hafi unnið við margt annað, svo sem sjónvarp og kvikmyndir. Hann hefur einnig unnið m.a. sem fréttaritari, leiðsögumaður og háskólakennari. Sigurður var einn af Listaskáldunum vondu 1976 en fyrsta ljóðabók hans, Ljóð vega salt, kom út 1975. Þrettánda ljóðabók hans, Ljóðorkusvið, kom út 2006. Hann hefur einnig samið skáldsögur, leikrit, sjónvarps- og útvarpshandrit og óperutexta og þýtt fjölda bóka.

Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina árið 2007.

https://bokabloggid.wordpress.com/2008/02/18/minnisbok-eftir-sigur%C3%B0-palsson/  


Parísarkonan e. Paulu McLain

Parísarkonan-175x266

Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway og líf hennar umturnaðist. Eftir eldheitt en stormasamt tilhugalíf og brúðkaup, halda ungu hjónin til Parísar þar sem þau verða miðdepillinn í fjörugum en hviklyndum vinahópi – hinni sögufrægu „týndu kynslóð”, Gertrude Stein, Ezra Pound, F. Scott Fitzgerald, Zeldu Fitzgerald og mörgum fleiri.

Í París vinnur Hemingway meðal annars að skáldsögunni Og sólin rennur upp, en þar eru fyrirmyndirnar oftar en ekki hið litríka fólk sem þau hjónin umgangast. Á sama tíma berst Hadley við að halda í sjálfsmynd sína þegar hlutverk hennar sem eiginkona, skáldgyðja og vinur verður sífellt meira krefjandi.

„Mögnuð og átakanleg ... McLain gerir hið goðsagnakennda karlmennskutákn, Hemingway, að flókinni og viðkunnanlegri persónu.“ - USA Today

„Þessi athyglisverða saga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingways er töfrandi. Ég er heilluð af þessari bók.“ - Nancy Horan

Um bókina:  

http://52baekur.blogspot.com/2013/11/bok-47-parisarkonan.html

http://www.visir.is/thvi-hann-er-svo-meirihattar/article/2012121019353 

http://www.randomhouse.com/rhpg/features/paula_mclain/index.php  


Bara stelpa og Þeir sendu konu e. Lise Nørgaard

Það var ákveðið að lesa Bara stelpa (2000) og Þeir sendu konu (2003) e. Lise Nørgaard í sumar.

sumarbók1

BARA STELPA

Lise Nørgaard er blaðamaður og höfundur nokkurra metsölubóka og hefur verið blaðamaður á stærstu blöðunum í Danmörku. Hún er þekktust fyrir að vera höfundur sjónvarpsþáttanna „Huset på Christianshavn“ og „Matador“. Í Bara stelpa sem er fyrsta bindi endurminninga Lise Nørgaard, segir hún frá uppvexti sínum á þriðja og fjórða áratugnum í kaupstað úti á landi þar sem foreldrar hennar reyna af örvæntingu að móta hana og systkini hennar ­ systur og bróður ­ samkvæmt venjum borgarastéttarinnar. Kvikmyndin sem byggð er á endurminningum Lise Nørgaard var sýnd á Íslandi ekki alls fyrir löngu og má finna hana á myndbandi. „Bara stelpa er lipur, einlæg og hin besta afþreying.“ Mbl. 2000. „Frásögnin er leiftrandi af húmor og hlýju með alvarlegum undirtón.“ Dagur 2000. sjá http://www.mbl.is/greinasafn/grein/551566/

 

 

sumarbók2

ÞEIR SENDU KONU

Seinna bindi endurminninga Lise Nørgaard

Lise Nørgaard er mörgum kunn, ekki síst fyrir Matador-þættina vinsælu. Fyrra bindi endurminninganna, Bara stelpa , kom út árið 2000 í íslenskri þýðingu. Lifandi frásögn konu sem ruddi brautina fyrir kynsystur sínar og náði miklum vinsældum meðal þjóðar sinnar.

Um höfundinn: http://en.wikipedia.org/wiki/Lise_N%C3%B8rgaard

Það var gerð bíómynd eftir fyrri bókinni http://www.imdb.com/title/tt0113581/?ref_=nmbio_mbio


Sem ég lá fyrir dauðanum e. William Faulkner

faulkner
Sem ég lá fyrir dauðanum eftir bandaríska rithöfundinn William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, sem einnig ritar eftirmála. Faulkner hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1949.

Addie Bundren liggur fyrir dauðanum í herbergi sínu. Fyrir utan gluggann hamast elsti sonur hennar við að smíða kistu handa henni. Til að hefna sín á manni sínum hefur Addie tekið loforð af honum um að fara með sig til Jefferson, um 40 mílna leið, og jarða sig í fjölskyldugrafreitnum þegar hún gefur upp öndina.

Sem ég lá fyrir dauðanum er saga af örlagaríku ferðalagi fjölskyldunnar um sveitir Mississippi með lík ættmóðurinnar. Fjölskyldumeðlimir og aðrir sem þau mæta á leiðinni skiptast á um að segja söguna. Úr verður skáldsaga sem er afar óvenjuleg að gerð og er í senn harmræn og spaugileg. Hún hefur löngum verið talin með merkustu skáldverkum 20. aldar.

William Faulkner (1897–1962) þykir einn sérstæðasti og magnaðasti höfundur sinnar tíðar. Hann bjó lengstum í smábænum Oxford í Mississippi og lét eitt sinn svo um mælt að honum mundi ekki endast ævin til að gera þeim skika heimsins skil í verkum sínum. 
 
Rúnar Helgi er tilnefndur til íslensku þýðingaverðlaunanna. Í umsögn dómnefndar segir: ,,Í bókinni beitir Faulkner tilraunakenndum stílbrögðum þar sem fimmtán sjónarhorn birtast í fimmtíu og níu brotum en með því nær Faulkner að bregða ljósi á hjörtu og hugsanir þeirra sem segja frá. Rúnar Helgi Vignisson nær að snúa þessum knappa og tálgaða en þó flæðandi og síkvika stíl á tilgerðarlausa og auðuga íslensku.“ meira.... 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband