Færsluflokkur: Bækur

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs til Noregs

Per Petterson

Per Petterson

//

Norski rithöfundurinn Per Petterson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 fyrir skáldsöguna „Jeg forbanner tidens elv".  Per Petterson er meðal virtustu og vinsælustu höfunda Noregs. Árið 1997 var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Til Siberien" og fyrir skálsöguna „Ut å stjæle hester" sem kom út árið 2003 hlaut hann alþjóðlega viðurkenningu og fjölmörg verðlaun.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

„Í skáldsögunni lýsir aðalpersónan reynslu sinni og brotakenndum minningum um áföll í eigin fjölskyldu. Petterson lýsir á ljóðrænan og hæglátan hátt hversu erfitt það er að segja hvert öðru það sem mikilvægast er”.

Bókmenntaverðlaunin sem nema 350.000 dönskum krónum verða afhent í lok október 2009 í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Norrænu bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1962.

Auður A. Ólafsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir voru tilnefndar af Íslands hálfu til Bókmennta-verðlauna Norðurlandaráðs fyrir bækur sem komu út árið 2007. Auður fyrir skáldsöguna Afleggjarinn, sem kom út hjá Sölku, en Sigurbjörg fyrir ljóðabókina Blysfarir, sem Forlagið-JPV útgáfa gaf út. 

(Tekið af mbl.is)


Afleggjarinn er Góu-bók ársins

afleggjarinn.jpgAfleggjarinn er bók mars mánaðar.  Bókin er eftir Auði A. Ólafsdóttur

Ungur maður sem er svo að segja alinn upp í gróðurhúsi á brýnt erindi til afskekkts staðar í útlöndum. Heima skilur hann eftir aldraðan föður, þroskaheftan bróður og guðdómlegt stúlkubarn sem han eignaðist óvart "með eins konar vinkonu vinar síns". Þar tekur lífið á sig nýja mynd og söguhetjan tekst á við karlmennsku sína, ástina, rósarækt og óvænta ábyrgð.

„Afleggjarinn rífur sig úr viðjum hins hefðbundna en um leið er sagan uppfull af trúarlegum táknum, listfræðilegum vísunum og heimspekilegum átökum um tilvist mannsins. Hér er sleginn nýr tónn í íslensku samhengi." (Dómnefnd Menningarverðlauna DV)


Febrúar 2009/Innstu myrkur (Heart of Darkness) e. Joseph Conrad

conrad.jpg

Næst á að hittast 26.febrúar hjá Guggu. Bók febrúarmánaðar er  "Heart of Darkness" eftir bresk/pólska rithöfundinn Joseph Conrad. 
Bókin kom út árið 1902 og er byggð á reynslu höfundar af veru sinni í Kongó og lýsir ferðalagi Marlows, skipstjóra á gufubáti, upp eftir fljóti í Kongó til að ná í hinn goðsagnakennda mann Kurtz.  Marlow ferðast djúpt inn í myrkur frumskógarins og um leið inn í innstu myrkur mannsálarinnar
Hin fræga kvikmynd Apocalypse now eftir leikstjórann Francis F Coppola er byggð á bókinni.
 
Bókin heitir í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar frá 1991  "Innstu myrkur"

 


Janúar 2009 / Miðnæturbörn e. Salman Rushdie

5576-175Miðnæturbörn er ein rómaðasta skáldsaga 20. aldar og gerði Salman Rushdie heimsfrægan í einu vetfangi. Árið 1981 hlaut sagan hin virtu Booker-verðlaun og hefur tvisvar fengið viðurkenningu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma.

Í Miðnæturbörnum er sögð saga tveggja indverskra drengja, Shiva og Saleem, sem fæðast ásamt níutíu og níu öðrum börnum á miðnætti 15. ágúst 1947, á sömu mínútu og Indland öðlast sjálfstæði. Öll börnin eru gædd sérstökum hæfileikum en drengjunum tveimur er víxlað í fæðingu; annar elst upp við fátækt en hinn við ríkidæmi. Í tímans rás verða miðnæturbörnin Saleem og Shiva svarnir fjendur en saga þeirra og örlög tengjast sögu landsins órjúfanlegum böndum.

Salman Rushdie fæddist í Indlandi árið 1947 en hefur lengst af búið og starfað í Bretlandi. Miðnæturbörn er önnur skáldsaga hans en síðan hún kom út hefur hann skrifað fjöldamargar bækur, meðal annars Söngva Satans og Hinsta andvarp márans. Skrif hans eru töfrum gædd og hefur hann oft verið nefndur einn af mikilvægustu rithöfundum 20. aldar.

ítarefni


Nóvember 2008 / Saga sonar míns e. Nadine Gordimer

Ég valdi Saga sonar míns eftir Nadine Gordimer. Hér aðeins um höfund ...

saga_sonar_mins_gordimer

Gordimer, Nadine (f. 1923); suður-afrískur rithöf., hefur stundað ritstörf frá unga aldri. Fyrsta smásagnarsafn hennar The Soft Voice of the Serpent and Other Stories, kom út 1952. G. hefur skrifað smásögur og skáldsögur, en einnig greinar, ritgerðir og kvikmyndahandrit. G. barðist gegn aðskilnaðarstefnu (apartheid) og ritskoðun í Suður-Afríku. Mörg verka hennar voru bönnuð þar, m.a bókin A World of Strangers (1958) sem var bönnuð í 12 ár. Bókin fjallar um aðskilnaðarstefnuna á fyrstu árum hennar, þar sem aðalpersónan er að lokum neydd til að taka afstöðu og horfast í augu við hörmungarnar sem aðskilnaðarstefnan veldur. Þetta umfjöllunarefni setur einnig svip sinn á aðrar smásögur og skáldsögur G. Hún lýsir mannlegu eðli í skugga valdsins, forboðnum ástum milli fólks af ólíkum kynþáttum og baráttu einstaklingsins gegn þrúgandi aðstæðum.

Meðal þekktustu verka G. eru m.a; Burger's Daughter, (1979); The Conservationist, (1974) July's People, (1981) og Get a Live, (2005). Á íslensku hafa m.a birts skáldsögurnar Saga sonar míns, (1990, þýð. *Ólöf Eldjárn, 1992); Heimur feigrar stéttar (1966, The late Bourgeois World, þýð. Ólöf Eldjárn, 1990) sem og Ferð allra ferða og fleiri sögur (þýð. Ólöf Eldjárn, 1993). Í síðastnefndu bókinni eru þrettán smásögur úr þremur smásagnasöfnum frá 1980-1991. Sögurnar fjalla um samskipti ólíkra kynþátta og það óréttlæti sem svartir hafa búið við. Smásagnasöfn hennar eru orðin mörg. G. hlaut Booker-verðlaunin 1974 fyrir The Conservationist og bókmenntaverðlaun Nóbels 1991.

Um bókina: 5aga sonar míns er nýjasta skáldsaga suður-afríska rithöfundarins Nadine Gordimer. Hún segir frá lífi þeldökkrar fjölskyldu sem markað er af baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Sögumaður er drengur á unglingsaldri sem kemst að því að faðir hans á í ástarsambandi við hvíta konu. Því fylgja margvísleg átök í einkalífi og stjórmálabaráttu. Í bókinni tvinnast saman frásögn af ástandinu í Suður-Afríku og saga um ást - ást karlmanns á tveimur konum, ást föður og sonar og frelsisástina. 

ítarefni 


Bók Októbermánaðar er Blár þríhyrningur eftir Sigurð Pálsson

 Bók Októbermánaðar er Blár þríhyrningur eftir Sigurð Pálsson

Örlítill fróðleikur um höfundinn....

 sp

Sigurður Pálsson sæmdur riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar

Nýlega tilkynnti Utanríkisráðuneyti Frakklands fyrir hönd Frakklandsforseta að Sigurður Pálsson væri sæmdur riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite).

Sigurður hefur gefið út þrettán ljóðabækur (sú fyrsta Ljóð vega salt, 1975, síðast Ljóðorkusvið, 2006) og þrjár skáldsögur (Parísarhjól, Blár þríhyrningur, Næturstaður). Tíu leikrit eftir hann hafa verið sviðsett, nú síðast Edith Piaf hjá Þjóðleikhúsinu. Í haust kemur út Minnisbók, endurminningar Sigurðar Pálssonar frá Frakklandsdvöl hans, 1967 til 1982.

Árið  1994 kom út úrval ljóða hans á frönsku hjá Editions de la Différence í París í  þýðingu Régis Boyer, árið 2005 úrval ljóða hans á búlgörsku (ritröðin Ars poetica europea), sama ár kom úrval ljóða hans á ítölsku (ásamt ljóðum tveggja annarra skálda) í ritinu In forma di parole. Væntalegt er ljóðaúrval á spænsku. Ljóð Sigurðar hafa birst í þýðingum á tíu tungumálum.

Sigurður hefur þýtt rúmlega tuttugu verk úr frönsku (skáldsögur, ljóð, leikrit, ritgerðir), öll frá tuttugustu öld, m.a. eftir Arrabal, Adamov, Camus, Eluard, Genet, Prévert, nú síðast Skíðaferðina eftir Emmanuel Carrère. Auk þess þýddi hann tvö leikverk eftir Arthur Miller. Væntanleg er þýðing hans á verki Danielle Kvaran um líf og list Errós.

Sigurður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. forseti Alliance Française 1976-77 og formaður Rithöfundasambands Íslands 1984-88.

Menningarmálaráðherra Frakklands, Jack Lang, sæmdi hann Riddaraorðu lista og bókmennta, Chevalier de l’Ordre des Arts et des Lettres árið 1990.


Saffraneldhúsið e. Yasmin Crowther

saffraneldhusidSaffraneldhúsið er fyrsta skáldsaga Yasmin Crowther og segir frá Marayam Mazar, íranskri konu í London, sem ákveður að snúa aftur til fæðingarþorpsins síns í Íran eftir fjörutíu ára fjarveru. Höfundurinn er bresk í aðra ættina og írönsk í hina og fjallar bókin að miklu leyti um menningarlega togstreitu og klofnar sjálfsmyndir íranskra innflytjenda á Vesturlöndum. 

Saffraneldhúsið er ljúf og grípandi saga, skrifuð af miklu innsæi, um samband móður og dóttur, svik og refsingu, ást og fjölskyldubönd, gerólíka menningarheima, togstreitu útlegðarinnar og klofna sjálfsmynd. Ekki síst fjallar hún á áhrifamikinn hátt um það hvernig draumar og draugar fortíðarinnar elta okkur alltaf uppi þótt þeir hafi legið í þagnargildi árum saman.

Aftan á bókarkápu segir: „Á þungbúnum haustdegi í London brjótast sársaukafullar minningar Maryam Mazar upp á yfirborðið með þeim hræðilegu afleiðingum að dóttir hennar Sara missir ófætt barn sitt.“ Við lesturinn kemur í ljós að það er heldur langt seilst að kenna móðurinni um fósturlát Söru en það breytir ekki því að yfirþyrmandi sektarkennd rekur konuna heim til Írans að vitja fortíðarinnar. Sara eltir hana svo þangað nokkru síðar og mæðgurnar eiga nauðsynlegt uppgjör hvor við aðra og við ólíka menningarheima Englands og Írans.


Ellefu mínútur e. Paulo Coelho

Paulo coelho Bók apríl mánaðar er "Ellefu mínútur" eftir Paulo Coelho.  Bókin kom út árið 2003 og fjallar um Maríu, sem er ung brasilísk kona sem heldur til Sviss í leit að frægð og frama en verður þess í stað vændiskona.

ítarefni...


Skandall og framhjáhald

200px-Madame_Bovary_1857Mjög svo krassandi fyrirsögn, enda er þetta umfjöllunarefni Gustafs Flauberts í einni frægustu skáldsögu frakka: Madame Bovary.

 Þið vitið allar um ómælda ást mína á Frakklandi og öllu frönsku en það lágu nokkrar ástæður að baki þessu vali, sennilega sú fyrsta sú að ég ætlaði að lesa hana í sumarfríinu mínu í Florída en las svo ekki staf ! Hún sem sagt var á náttborðinu mínu í nýútgefinni kilju... síðan hefur mig alltaf langað að lesa þessa bók á íslensku, hef bara lesið hana á frummálinu fyrir mjög mörgum árum síðan og fannst hún bara svona lala. Hef líka alltaf velt fyrir mér samanburðinum á söguhetjunum í þessari bók, þ.e. Emmu og svo einni af mínum "uppáhalds"söguhetjum, Ednu í The Awakening, sálin vaknar minnir mig að hún hafi heitið á íslensku, en það var fyrsta bókin sem við tókum fyrir í leshringnum. Báðar lenda í svipuðum aðstæðum og báðar fyrirfara sér. Ednu þoldi ég ekki og Emma finnst mér heimsk ! Við vorum alls ekki á sama máli með fyrri söguhetjuna svo það verður gaman að sjá hvað ykkur finnst um Emmu.
Gagnrýnendur virðast skiptast í tvo flokka líka hvað þetta varðar eins og um Ednu þannig að þetta gæti orðið gaman! Stal þessu af sparknotes til að útskýra betur hvað ég á við:

Some critics view Edna’s suicide at the end of the novel as a failure to complete her escape from convention—an inability to defy society once stripped of the motivation of a man by her side. Others view her suicide as a final awakening, a decision to give herself to the sea in a show of strength and independence that defies social expectation.

Það væri áhugavert að velta því fyrir sér hversu mikil vald þessar konur höfðu yfir eigin lífi, voru endalok þeirra óumflýjanleg örlög eða sjálfskaparvíti ? hefðu þær getað komist útúr þessu á annan hátt ?

Bókin, sem er í þýðingu Péturs Gunnarssonar, er inni á öllum bókasöfnum og eins og áður sagði, nýútkomin í kilju sem fæst hér:
http://www.boksala.is/DesktopDefault.aspx/tabid-8/prodid-40334/

Bókin er bara 260 bls svo við ættum að geta haldið áætlun því að við höfum páskana til þess að lesa. Reyndar ætti að vera leshringur í næstu viku miðað við áætlun en það er sennilega of snemmt. Hvernig hljómar fimmtudagurinn 27. mars?

ítarefni


Hundshaus, bók febrúarmánaðar

hundshaus

Danskar sagnabókmenntir eru í fínu formi þessa dagana.  Bók febrúarmánaðar er  “Hundshaus” (2005) eftir Morten Ramsland (f.1971), þýdd af ljóðskáldinu Kristínu Eiríksdóttur.  Bókin hefur hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal hinn eftirsótta gyllta lárviðarkrans, bókmenntaverðlaun danskra bókaútgefenda.

“Á síðustu árum hafa aftur farið að streyma frá Danmörku meiriháttar raunsæisskáldsögur Þetta tengist því auðvitað að á öllum Norðurlöndunum er í gangi einhverskonar endurreisn fjölskyldusögunnar – stundum kallað „raðhúsaraunsæi “. Það er ekki vitlausara heiti en hvað annað, margar norrænar skáldsögur síðustu ára eiga það sameiginlegt að lýsa örlögum millistéttarfjölskyldna og holóttri leið þeirra til nútímans og miðstéttarlífs sem virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Hundshaus Mortens Ramsland er einn besti  fulltrúi þessarar bylgju þótt fjölskyldan sem þar er lýst sé allt annað en venjuleg.”    GK

http://blogg.visir.is/gagnrynandinn/2007/09/10/ein-af-%c3%beessum-fau/ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband